Sky News skýrir frá þessu og segir að Losey hafi dreymt að hann hefði verið kallaður til herþjónustu og verið fluttur í einhverskonar þjálfunarbúðir. Skyndilega hafi úkraínskar hersveitir komið þangað og hafi Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, verið í fararbroddi. Hafi Úkraínumennirnir bundið alla sem þeir ætluðu að skjóta. Síðan hafi Zelenskyyn gengið fram hjá honum og sagt: „Ég sá færslurnar þínar á Instagram. Úkraína til sigurs!“ Sagðist Losey þá hafa sagt: „Hetjur til sigurs!“ Þá hafi Zelenskyy klappað honum á öxlina og sagt: „Sleppið honum, skjótið alla hina.“
Eftir að Losey var sektaður fyrir að skýra frá þessu veitti hann BBC og TV Rain, sem er rússnesk sjónvarpsstöð, viðtöl um málið.
Þetta féll illa í kramið hjá yfirvöldum og nýlega var hann sektaður um 35.000 rúblur fyrir að hafa tvisvar gert lítið úr rússneska hernum, það er að segja í þessum viðtölum.