fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Reyndi að komast yfir sjúkragögn eiginkonu sinnar með því að þykjast vera starfsmaður Ríkissaksóknara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. mars næstkomandi en Landsréttur staðfesti í gær framlengdan gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í máli hans. Maðurinn er grunaður um margvísleg afbrot gegn eiginkonu sinni, meðal annars að hafa þverbrotið nálgunarbann gagnvart henni, t.d. með því að sitja um heimili hennar í bíl sínum og með því að veita henni eftirför.

Maðurinn er einnig grunaður um að hafa villt á sér heimildir er hann reyndi að nálgast sjúkragögn um eiginkonu sína á heilsugæslustöð. Þóttist hann vera starfsmaður Ríkissaksóknara og þyrfti á skjölunum að halda vegna rannsóknar. Er þetta brot á 116. grein almennra hegningarlaga, sem hljóðar svo:

„Hver, sem tekur sér eitthvert opinbert vald, sem hann ekki hefur, skal sæta sektum eða [fangelsi allt að 1 ári] 1) eða, ef miklar sakir eru, fangelsi allt að 2 árum.“

Afar mörg meint brot mannsins frá síðasta ári eru til rannsóknar en flest varða þau brot á nálgunarbanni. Af þeim langa lista að dæma virðist konan hafa verið undir stöðugum ofsóknum mannsins.

Í rökstuðningi Lögreglustjórans í Reykjavík, sem krafðist gæsluvarðhalds, segir að hætta sé á því að maðurin beiti konuna lífshættulegu ofbeldi:

Metið er sem svo að ráðandi áhættuþáttur í ofbeldishegðun X sé hugsanleg geðræn veikindi, ofbeldisfullt viðhorf og yfirvofandi skilnaður við brotaþola. Áhættan er metin vera viðvarandi, enda hefur ofbeldishegðun X viðgengist í þónokkurn tíma núna, meðal annars með ítrekuðum brotum gegn því nálgunarbanni sem hann hefur þurft að sæta. X hefur ekki sýnt neinn vilja til betrunar og ekki sýnt neina iðrun brota sinna hjá lögreglu.“

Sjá úrskurði Landsréttar og héraðsdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þess vegna ættirðu alls ekki að naga neglurnar – Sjáðu myndbandið

Þess vegna ættirðu alls ekki að naga neglurnar – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi