fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fréttir

Flugumferðarstjóri sem sakaður var um kynferðisbrot stefnir Isavia

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 20:35

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugumferðarstjóri sem rekinn var frá Isavia vegna atviks á bjórkvöldi á vegum stéttarfélags flugumferðarstjóra árið 2020 hefur höfðað skaðabótamál á hendur Isavia. RÚV greinir frá þessu.

Hérasdómur vísaði skaðabótamálinu frá en Landsréttur hefur nú fellt þann úrskurð úr gildi og ber héraðsdómi núna að taka málið fyrir.

Flugumferðarstjórinn og samstarfsmaður hans voru kærðir til lögreglu vegna umrædds atviks og voru þeir sagðir hafa brotið gegn konu um tvítugt sem var nemandi í flugumferðarstjórn.

Flugumferðarstjórinn krefst skaðabóta frá Isavia, hann telur telur uppsögnina hafa verið ólögmæta og valdið honum tjóni. Isavia hafi brotið með saknæmum hætti gegn réttindum hans og hvorki fylgt viðeigandi reglum né þeim skyldum sem á félaginu hvíldu. Tjón hans felist í tekju- og réttindatapi, röskun á stöðu og högum ásamt orðsporstjóni sem sé til þess fallið að takmarka starfsmöguleika hans til framtíðar.

Sjá nánar á vef RÚV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þess vegna ættirðu alls ekki að naga neglurnar – Sjáðu myndbandið

Þess vegna ættirðu alls ekki að naga neglurnar – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi

Össur segir Stefán Einar hafa komið í veg fyrir meirihluta Sjálfstæðisflokks í borginni – Stefán svarar fullum hálsi