fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Lævís yfirmaður rússneska heraflans hefur kosti sem Pútín metur meira en allt annað

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 05:30

Sergei Shoigu (h), varnarmálaráðherra, og Valery Gerasimov (v), æðsti herforingi Rússa. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu hefur Valery Gerasimov, æðsti hershöfðingi rússneska hersins, verið gagnrýndur harðlega af mörgum fyrir slælega frammistöðu rússneska hersins. Nýlega kom Vladímír Pútín, forseti, flestum á óvart þegar hann fól Gerasimov að stýra aðgerðum hersins í Úkraínu en þetta gerði hann aðeins þremur mánuðum eftir að hann setti Sergey Surovikin yfir innrásarherinn.

Þessi ákvörðun Pútíns endurspeglar afgerandi pólitísk forgangsverkefni hans.

Eitt sinn naut Gerasimov mikillar virðingar sem aðalmaðurinn á bak við endurreisn rússneska hersins og hann var hugmyndafræðingurinn á bak við nýja tegund stríðsrekstrar. En stríðið í Úkraínu hefur farið illa með orðspor hans.

Allt of metnaðarfull áætlun, sem leiddi til ósigurs í norður- og norðausturhluta Úkraínu, vandræði við birgðaflutninga og mikið mannfall einkenndu fyrstu mánuði stríðsins.

Margir veltu fyrir sér hvort Gerasimov, sem hefur nánast gengið samhliða Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra síðan 2012, væri fallinn í ónáð og fengu þessar vangaveltur byr undir báða vængi þegar Gerasimov var ekk viðstaddur stóra hersýningu á Rauða Torginu þann 9. maí á síðasta ári.

Óstaðfestar fregnir bárust af því að hann hefði særst í Úkraínu og sumir sögðu að hann hefði fallið. Á meðan hann var ekki í sviðsljósinu fengu aðrir hershöfðingjar, með færri stjörnur á öxlunum, tækifæri til að reyna sig á vígvellinum í Úkraínu.

Það gekk ekki vel hjá þeim og eftir ósigra og flótta frá Kharkiv og Kherson er Gerasimov aftur tekinn við stjórn innrásarhersins.

Hann er hugmyndafræðingurinn á bak við bardagaáætlanir rússneska hersins en þegar hugmyndafræði hans mætti raunveruleikanum í Úkraínu í febrúar á síðasta ári stóð Gerasimov frammi fyrir óvæntu vandamáli. Árið 2013 skrifaði hann að átök stórra hersveita á vígvellinum heyri nánast fortíðinni til en í Úkraínu er það einmitt það sem Rússar hafa þurft að takast á við og það hefur reynst rússneska hernum erfitt. Hröð sókn Rússa mistókst og þeir þurfa nú að berjast eins og gert var áður fyrr.

Þetta var mikið áfall fyrir orðspor Gerasimov en hann og Shoigu náðu fljótlega fótfestu á nýjan leik í valdabaráttunni sem á sér stað í Kreml. Ástæðan er að þeir búa yfir svolitlu sem Pútín metur meira en allt annað: Þeir eru trúir og tryggir stuðningsmenn hans. Það skiptir því í raun engu máli hvort þeir séu hæfir til að gegna þeim stöðum, sem þeir eru í, hæfileikar eru ekki forgangsatriði í rússneska valdapýramídanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu