Björn Þorláksson blaðamaður á Fréttablaðinu ræðir fjölmiðlaumhverfið og Ólafur Arnarsson á Markaðnum rýnir í vaxtahækkanir Seðlabankans í blaðamannaspjalli dagsins.
Ný jarðfræðigögn sýna að jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi voru fleiri og teygðu sig yfir stærra svæði en talið var í fyrstu. Jarðeðlisfræðingur segir stærstu skjálftana í Tyrklandi hafa verið af svipaðri stærðargráðu og búast megi við hér á landi. Guðmundur Gunnarsson ræðir málið við Pál Einarsson jarðeðlisfræðing.
Á fimm ára tímabili fjölgaði opinberum starfsmönnum um 20 prósent eða meira en 11 þúsund manns. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu félags atvinnurekenda sem kynnt verður á morgun. Ólafur Arnarsson blaðamaður fer yfir málið með Ólafi Stephensen framkvæmdastjóra félags atvinnurekenda.
Alltof mikið af þeim mat sem við borðum er beinlínis hættulegur fyrir líkama og sál. Hildur M Jónsdóttir, heilsuráðgjafi er gott dæmi um manneskju sem bjargaði eigin lífi með breyttu mataræði. Hildur M. Jónsdóttir heilsuráðgjafi ræðir málið við Sigmund Erni Rúnarsson.