fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Segja að Pútín sé tregur til að gera nauðsynlegar breytingar

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 05:43

Pútín er íþróttamaður ársins í Rússlandi. Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar hafa varpað ljósi á hvað brýst um í huga Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, og „hiks hans við ákvarðanatöku á stríðstímum“.

Líklegt er að Pútín reyni að forðast að taka áhættusamar ákvarðanir sem geta ógnað völdum hans eða leitt til stigmögnunar stríðsins eða dregið aðrar þjóðir inn í það. Þetta er mat bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW)  sem segir að skipti hann engu máli að til að sigra Úkraínu þurfi hann enn meiri herafla en nú er.

Segir ISW að ef Pútín vilji ná „hámarks og óraunhæfum markmiðum“ sínum þurfi hann að taka frekari áhættu til að eygja von um árangur.

ISW segir að Kremlverjar hafi vonað og reiknað með að þeir myndu sigra Úkraínu á nokkrum dögum og ná Kyiv á sitt vald og bola úkraínsku ríkisstjórninni frá völdum. Það gerðist ekki eins og allir vita og enn er barist, tæpu ári eftir að innrásin hófst. ISW segir að þrátt fyrir þetta hafi Pútín verið hikandi við að fyrirskipa þær erfiðu breytingar, sem þarf að gera á rússneska hernum og samfélaginu, sem séu líklega nauðsynlegar til að bjarga stríðsrekstrinum.

Segir hugveitan að Pútín hafi „stöðugt hunsað, frestað eða aðeins að hluta innleitt“ þær ákvarðanir sem séu nauðsynlegar til að innrásin heppnist. Hann hefur til dæmis verið hikandi við að grípa til fullrar herkvaðningar. Hann hunsaði einnig ítrekaðar óskir í maí um að kalla varaliða til starfa í hernum eftir dýrkeypta sigra Rússa við að ná Severodonetsk og Lysychansk á sitt vald.

ISW segir að Pútín sé hræddur við að reita almenning til reiði og vilji halda áfram að láta líta út fyrir að stríðið sé takmarkað og því taki hann ekki áhættusamar ákvarðanir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu