Þetta kemur fram í skýrslu úkraínska hersins að sögn Sky News. Fram kemur að þetta sé liður í tilraunum Rússa til að „fylla“ á hersveitir sínar.
„Til að bæta upp fyrir manntjónið er óvinurinn byrjaður að lokka konur, refsifanga, til að taka þátt í stríðinu,“ segir í skýrslunni þar sem kemur einnig fram að á einni viku hafi tekist að fá um 50 konur, úr fangelsi í Snizhne, til liðs við herinn. Snizhne er í hertekna hluta Donetsk. Segir í skýrslunni að konurnar hafi verið sendar til Rússlands í þjálfun.