fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Fréttir

Eru Danir að fara að leika sterkan leik til stuðnings Úkraínu?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. febrúar 2023 05:30

Þýskir Leopard 2 skriðdrekar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúar danskra stjórnvalda hafa átt í viðræðum við þýska fyrirtækið Flensburger Fahrzeugbau Gesellschaft (FFG) í Flensborg. Fyrirtækið er í Flensborg, sem er við landamæri Þýskalands og Danmerkur, og framleiðir herbíla og annast viðhald og uppfærslu á herbílum og skriðdrekum.

Jótlandspósturinn hefur eftir Thorsten Peter, sölustjóra FFG, að fulltrúar danskra stjórnvalda hafi rætt við fyrirtækið um hugsanleg kaup á Leopard-skriðdrekum sem væri hægt að senda til Úkraínu.

FFG á 99 Leopard 1 A5 skriðdreka á lager og eru þeir til sölu. Fyrirtækið keypti þá af Dönum fyrir margt löngu.

Peter sagði að ekki séu neinar beinar áætlanir um að selja Dönum skriðdrekana, danskir embættismenn hafi bara spurt hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann vildi ekki skýra frá hvaða embættismenn væri um að ræða.

Hann sagði að skriðdrekarnir væru í misjöfnu ástandi eftir að hafa staðið óhreyfðir í rúman áratug. Hann sagði að fyrirtækið geti þó gert um 20 skriðdreka bardagafæra á innan við þremur mánuðum.

„Ef þeir eiga að fara í stríð í Úkraínu, þá er tvennt sem þeir þurfa að geta gert. Keyrt og skotið. Við getum náð því á skömmum stíma. Þá getur alveg verið að það sé pera sem virkar ekki eða eitthvað annað sem er ekki mjög mikilvægt,“ sagði hann.

Umræða um hvort Danir muni láta Úkraínu skriðdreka í té blossaði upp á nýjan leik eftir að leiðtogar stjórnarflokkanna þriggja fóru í leynilega skyndiheimsókn til Úkraínu á mánudaginn. Þá þakkaði Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, Dönum fyrir stuðninginn í stríðinu gegn rússneska innrásarhernum en Danir hafa meðal annars sent Úkraínumönnum liðsflutningabíla og Caesar –fallbyssur. En það sem vakti mesta athygli fréttamanna var að hann þakkaði Dönum fyrir „vilja þeirra til að ganga til liðs við skriðdrekabandalagið“.

Með þessum orðum gaf hann í skyn að Danir séu hugsanlega að fara að senda skriðdreka til Úkraínu. Danska ríkisstjórnin vísaði þessu strax á bug og sagði að engar fyrirætlanir væru uppi núna um að gera það.

Danski herinn á 44 Leopard 2 skriðdreka en áður en þeir voru keyptir notaði hann Leopard 1 skriðdreka og átti um 230 slíka.

Danska varnarmálaráðuneytið vildi ekki svara spurningum Jótlandspóstsins um hvor til standi að kaupa skriðdreka af FFG til að senda til Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum

Þrautaganga prests á Suðurnesjum – Missti mannorðið eftir kæru fyrir kynferðisbrot og hefur barist fyrir miskabótum
Fréttir
Í gær

Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið

Meintur banamaður Geirfinns nafngreindur í 13. kaflanum sem hefur lekið á netið
Fréttir
Í gær

Afgreiðslumaður í verslun tilkynnti hegðun viðskiptavinar til barnaverndaryfirvalda – Sagður hafa slegið son sinn í innkaupakerru

Afgreiðslumaður í verslun tilkynnti hegðun viðskiptavinar til barnaverndaryfirvalda – Sagður hafa slegið son sinn í innkaupakerru
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki

Kristján Sívarsson fyrir dóm sakaður um að pynta konu í tíu daga – Notaði nál, hníf, hamar, járnrör, spýtu og hleðslutæki
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks vill ekki CODA Terminal á Vellina – „Orðið „óvissa“ kemur fyrir 47 sinnum í skýrslunni“
Fréttir
Í gær

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“