fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Bandaríkin sögð ætla að láta Úkraínumenn fá langdræg flugskeyti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 08:00

Úkraínskt stórskotalið að störfum í Kherson. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir heimildarmenn í bandaríska stjórnkerfinu sögðu í gær að bandarísk stjórnvöld séu að undirbúa hjálparpakka með hergögnum til Úkraínu að verðmæti 2,2 milljarða dollara. Meðal þess sem pakkinn mun innihalda eru langdræg flugskeyti. Reuters skýrir frá þessu.

Ef þetta er rétt þá verður þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkin senda Úkraínumönnum langdræg flugskeyti.

Heimildarmenn Reuters segja að hugsanlega verði tilkynnt um innihald hjálparpakkans í þessari viku.

Auk langdrægra flugskeyta er reiknað með að í hjálparpakkanum verði íhlutir og skotfæri fyrir Patriot-loftvarnarkerfi, nákvæmnisstýrð skotfæri og skriðdrekavopn.

Hluti af hjálparpakkanum, eða um 1,8 milljarðar dollara, er sagður koma úr sjóði sem heitir Ukraine Security Assistance Initiative. Með þessum sjóði geta stjórnvöld keypt vopn beint frá framleiðendum í stað þess að sækja þau í birgðageymslur hersins.

Peningar úr sjóðnum verða meðal annars notaðir til að kaupa nýtt vopn sem heitir Ground Launched Small Diameter Bomb sem dregur allt að 150 km. Þetta mun gera Úkraínu kleift að hæfa skotmörk sem hafa verið langt utan skotfæris til þessa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“