Kona liggur á bráðadeild af völdum ofskammts fíkniefna. Atvikið átti sér stað í heimahúsi í Breiðholti í nótt. Þetta herma áreiðanlegar heimildir DV, sem og að atvikið hafi átt sér stað á heimili manns sem þekktur er í undirheimum höfuðborgarinnar.
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Miðlægri rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að atvik af þessu tagi sé til rannsóknar hjá deildinni en getur lítið sem ekkert tjáð sig um það að svo stöddu. „Ég get staðfest að mál af þessu tagi er til rannsóknar og það barst útkall vegna þess í nótt.“