Það er þó ekkert sem bendir til að Úkraína hafi staðið á bak við árásina, böndin berast að erkióvinum Írans, Ísrael.
Verksmiðjan er í bænum Isfahan, sem er sunnan við Teheran, og er hún talin tengjast flugskeyta- og drónaiðnaði Írana. Rússar hafa keypt vopn og dróna frá Íran síðan í ágúst á síðasta ári.
Rússar hafa meðal annars notað íranska Shahed-136 dróna til að gera árásir á úkraínska bæi og borgir og innviði. Rússar eru einnig sagðir hafa keypt flugskeyti af Írönum.
Almennt er talið að Ísrael hafi staðið á bak við árásina um helgina en ísraelsk stjórnvöld tjá sig aldrei um aðgerðir hers eða leyniþjónustu landsins utan landsteinanna. Íranska klerkastjórnin telur fullvíst að Ísrael hafi staðið á bak við árásin.
Ef rétt reynist að Ísrael hafi gert árásina þá var þetta fyrsta árásin á Íran eftir að Benjamin Netanyahu tók enn einu sinni við embætti forsætisráðherra en það gerði hann í síðasta mánuði.
Another video of the attack that occurred by drones on a military facility belonging to IRGC in Isfahan now
Iranian occupation regime officials can not sleep well tonight. pic.twitter.com/bjxLzWwLq0— Faisal Maramazi (@fmaramazi) January 28, 2023
Nýlega gaf sendiherra Ísraels í Þýskalandi í skyn að Ísraelsmenn geri meira til að hjálpa Úkraínumönnum en fólk sjái. „Við hjálpum en bak við tjöldin. Miklu meira en vitað er,“ sagði Ron Prosor, sendiherra, við þýska fréttamenn og benti á að Ísrael stöðvi reglulega vopnasendingar frá Íran til Sýrlands og Líbanon, þar á meðal á drónum og flugskeytum sem Rússar nota í Úkraínu.
Talið er að árásin um helgina hafi verið gerð með litlum quadcopter-drónum. The Times segir að verksmiðjan sé alveg upp við svæðið þar sem Íranir stunda geimrannsóknir sem eru mikilvægur hluti af flugskeytaframleiðslu þeirra.