fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Árás á íranska drónaverksmiðju getur komið sér vel fyrir Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 06:00

Íranskur dróni en Rússar eiga marga slíka. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina var gerð drónaárás á vopnaverksmiðju í Íran. Hugsanlega mun þessi árás koma sér vel fyrir Úkraínu.

Það er þó ekkert sem bendir til að Úkraína hafi staðið á bak við árásina, böndin berast að erkióvinum Írans, Ísrael.

Verksmiðjan er í bænum Isfahan, sem er sunnan við Teheran, og er hún talin tengjast flugskeyta- og drónaiðnaði Írana. Rússar hafa keypt vopn og dróna frá Íran síðan í ágúst á síðasta ári.

Rússar hafa meðal annars notað íranska Shahed-136 dróna til að gera árásir á úkraínska bæi og borgir og innviði. Rússar eru einnig sagðir hafa keypt flugskeyti af Írönum.

Almennt er talið að Ísrael hafi staðið á bak við árásina um helgina en ísraelsk stjórnvöld tjá sig aldrei um aðgerðir hers eða leyniþjónustu landsins utan landsteinanna. Íranska klerkastjórnin telur fullvíst að Ísrael hafi staðið á bak við árásin.

Ef rétt reynist að Ísrael hafi gert árásina þá var þetta fyrsta árásin á Íran eftir að Benjamin Netanyahu tók enn einu sinni við embætti forsætisráðherra en það gerði hann í síðasta mánuði.

Nýlega gaf sendiherra Ísraels í Þýskalandi í skyn að Ísraelsmenn geri meira til að hjálpa Úkraínumönnum en fólk sjái. „Við hjálpum en bak við tjöldin. Miklu meira en vitað er,“ sagði Ron Prosor, sendiherra, við þýska fréttamenn og benti á að Ísrael stöðvi reglulega vopnasendingar frá Íran til Sýrlands og Líbanon, þar á meðal á drónum og flugskeytum sem Rússar nota í Úkraínu.

Talið er að árásin um helgina hafi verið gerð með litlum quadcopter-drónum. The Times segir að verksmiðjan sé alveg upp við svæðið þar sem Íranir stunda geimrannsóknir sem eru mikilvægur hluti af flugskeytaframleiðslu þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins styður ekki Coda Terminal verkefnið við Vellina – Þyrfti aðkomu minnihlutans til að koma málinu í gegn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum

Harmleikur í hitabylgju – Gleymdi tveggja ára dóttur sinni úti í bíl með hræðilegum afleiðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum

Guðmundur Ingi segir verið að hafa almenning að fíflum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“

Fleiri Loga töskur dúkka upp – „Hvað er í gangi?“