fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Rússnesk skólabörn verða að læra meðferð riffla og handsprengja – „Aðferð til að gera stríð eðlilegt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. janúar 2023 07:00

Börnin munu læra að meðhöndla AK47 vélbyssur. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú í janúar var byrjað að kenna eitt og annað tengt hernaði í sumum rússneskum skólum. Um tilraunaverkefni er að ræða en í september verður skrefið stigið til fulls og nám af þessu tagi gert að skyldu, bæði í grunnskólum og framhaldsskólum.

Rússneskir nemendur munu því læra að nota skotvopn og handsprengjur. Breska varnarmálaráðuneytið skýrir frá þessu og byggir á tilkynningum frá rússneska menntamálaráðuneytinu.

Hvað varðar háskólanema þá munu þeir hljóta einhverskonar grunnþjálfun fyrir hermenn og er ætlunin að sú kennsla hefjist í desember.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að kennslan minni á það sem var á tímum Sovétríkjanna en þá var kennsla af þessu tagi skylda allt til 1993.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Flemming Splidsboel, sérfræðingi í rússneskum málefnum hjá Dansk Institut for Internationale Studier, að þetta sé kunnugleg sjón í rússneskum skólum. Hugmyndin sé sótt til þeirrar herþjálfunar sem var í skólum á tímum Sovétríkjanna.

Þegar Pútín komst til valda um aldamótin var aftur byrjað að bjóða upp á kennslu af þessu tagi í skólum en foreldrar réðu því hvort börnin þeirra fengju kennslu af þessu tagi. En nú verður þetta skyldunám og bætt verður við kennsluna.

„Maður fær kynslóð sem hefur hlotið þjálfun í meðferð vopna, hefur tekið þátt í taktískum æfingum og hefur skilning á hernaðarheiminum. Hluti þeirra mun kannski styðja hernaðarheiminn. Þetta er leið til að gera stríð eðlilegt,“ sagði Splidsboel.

Hann sagði einnig að þetta skref vitni um að ákveðin þróun eigi sér stað í Rússlandi þar sem hernaðarhyggja ræður ríkjum og þar með sé vilji til stríðsreksturs. Það sé verið að hervæða æskuna.

Hann sagðist ekki vilja ganga svo langt að segja að þetta þýði stigmögnun á stríðinu í Úkraínu en Rússland sé að færast í átt að „ofurættjarðarást“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi