fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Reynir og Sólveig selja Vefjuna – „Blendnar tilfinningar í gangi“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. janúar 2023 20:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Bergmann og Sólveig Ýr Sigurjónsdóttir Saithong hafa selt veitingastaðinn Vefjuna, Gnoðarvogi í Reykjavík. Síðasti dagur þeirra í rekstri er á morgun og nýir eigendur taka við staðnum miðvikudaginn 1. febrúar.

„Síðustu vikur hafa verið langar og strangar við settum gullmolann og barnið okkar á sölu og höfum formlega gengið frá sölu á Vefjunni í hendur algjörra fagmanna. Síðasti dagur okkar er á morgun og getum við lofað öllum okkar stóra viðskiptavinahóp að Vefjan verður alveg eins ef ekki betri í höndum nýrra eiganda frá og með 1. febrúar,“ segir Reynir á Facebook.

Í samtali við DV segir Reynir að nýir eigendur séu Egill Darri Makan Þorvaldsson, fótboltamaður, og Daníel Örn Einarsson, fyrrum eigandi Spot í Kópavogi. „Við seldum í raun bara því við vorum farin að finna fyrir leiða og metnaðurinn og ástríðan farinn að minnka. Einnig vegna annarra verkefna sem við erum að vinna í þá töldum við best að koma gullinu hennar Sólveigar í hendur aðila sem vilja taka þetta enn lengra og geta sinnt Vefjunni af ástríðu,“ segir Reynir.

„Blendnar tilfinningar í gangi,“ skrifa þau og segja að nýir eigendur muni halda áfram með þeirra frábæru uppskriftir og jafnvel bæta einhverju nýju og skemmtilegu inn í. Þakka þau fyrir móttökurnar og viðskiptin síðastliðin ár.

Parið opnaði Vefjuna í Gnoðarvogi 10. desember 2020, en í apríl sama ár byrjuðu þau með rekstur matarvagns með sama nafni á Selfossi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada

Ógnanir Trump hafa vissa kosti í för með sér fyrir Kanada
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ráðstafanir til að fjölga leikskólakennurum hafa ekki dugað til

Ráðstafanir til að fjölga leikskólakennurum hafa ekki dugað til
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“

Hvernig fjandsamleg yfirtaka Bandaríkjanna á Grænlandi myndi fara fram – „Ekki svæði sem hentar vel til innrásar“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband

Sjáðu gosið úr lofti – Myndband
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Finna vel fyrir skjálftum í Grindavík en þar eru átta sem neita að fara

Finna vel fyrir skjálftum í Grindavík en þar eru átta sem neita að fara
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Það sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni“

„Það sýnir að talsvert magn kviku er á ferðinni“
Fréttir
Í gær

Pútín hefur sett „samningaleikhús“ í gang – Það er í 5 hlutum og Trump kom til sögunnar í öðrum hluta

Pútín hefur sett „samningaleikhús“ í gang – Það er í 5 hlutum og Trump kom til sögunnar í öðrum hluta
Fréttir
Í gær

Fundu rúmlega 100 milljón króna þýfi í iðrum þjófsins

Fundu rúmlega 100 milljón króna þýfi í iðrum þjófsins