Segir Johnson að Pútín hafi hótað þessu í símtali þeirra skömmu áður en Pútín skipaði her sínum að ráðast inn í Úkraínu aðfaranótt 24. febrúar á síðasta ári.
„Hann ógnaði mér á ákveðinn hátt á einum tímapunkti og sagði: „Boris, ég vil ekki meiða þig en með flugskeyti tekur það bara nokkrar mínútur“. Eða eitthvað í þessa áttina,“ segir Johnson í heimildarmyndinni.
Hann var forsætisráðherra Bretlands þegar Rússar réðust inn í Úkraínu. Í samvinnu við stærsta hluta vestrænna ríkja stóð hann fyrir innleiðingu fjölda refsiaðgerða gegn Pútín og Rússlandi.