fbpx
Föstudagur 17.janúar 2025
Fréttir

Wagnerliðar murkaðir niður og Prigozhin fallinn í ónáð í Kreml

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. janúar 2023 07:00

Nokkrir liðsmenn Wagnerhópsins. Mynd:Úkraínska leyniþjónustan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í St Pétursborg eru glænýjar höfuðstöðvar málaliðafyrirtækisins Wagner, sem oft er kallað Wagner-group. En um 1.400 km í suðaustur frá höfuðstöðvunum er litlum glæsileika fyrir að fara hjá málaliðum á vegum fyrirtæksins sem berjast þar við úkraínskar hersveitir.

„Samkvæmt gögnum okkar þá var búið að fá 42.000-43.000 fanga til liðs við fyrirtækið í lok desember. Nú er talan líklega komin yfir 50.000,“ sagði Olga Romanova, stofnandi samtakanna „Rússland bak við lás og slá“ en samtökin vinna að réttindamálum fanga.

„Af þeim eru aðeins 10.000 á vígvellinum núna því það er búið að drepa hina . . . þeir eru horfnir, hafa gerst liðhlaupar eða gefist upp,“ sagði hún í samtali við Moscow Times.

Út frá þessu er eiginlega ekki hægt að álykta annað en að fangarnir hafi hreinlega verið murkaðir niður á vígvellinum.

Úkraínskir hermenn hafa lýst því hvernig Wagnerliðar eru látnir sækja fram á svipaðan hátt og gert var í síðari heimsstyrjöldinni. Þeir hafi meira að segja þurft að klofa yfir lík fallinna félaga sinna.

John Kirby, talsmaður bandaríska þjóðaröryggisráðsins, sagði nýlega á fréttamannafundi að landvinningar Wagner í Bakhmut og Soledar hafi reynst fyrirtækinu mjög dýrkeyptir. „Rúmlega 90% af mannfalli Wagner eru fyrrum fangar sem voru bara teknir úr fangelsi og sendir á vígvöllinn með litla sem enga þjálfun að baki, án skipulags. Þetta hefur því verið dýrkeypt,“ sagði hann.

Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, lýsti þessu svona nýlega: „Svæðið við Soledar er þakið líkum árásarmannanna. Svona lítur klikkun út.“

The New York Times segir að miðað við gervihnattarmyndir þá sé fjöldi grafreita Wagnerliða í Krasnodar. Stærð grafreitsins í Bakinskja sjöfaldaðist frá 24. nóvember til 24. janúar.

Vitaly Votanovsky, fyrrum yfirmaður í rússneska hernum, hefur helgað sig leit að leynilegum grafreitum Wagner og skýrir frá uppgötvunum sínum á Telegram. Hann hefur eftir íbúum á svæðinu að lík margra Wagnerliða hafi verið brennd og því ekki grafin.

Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagner, viðurkenndi nýlega tilvist grafreitanna og heimsótti nokkra þeirra. „Þá sem vita ekki hvar þeir vilja láta grafa sig, gröfum við nærri Wagnerkapellu,“ sagði hann nýlega að sögn The New York Times.

CNN varpaði nýlega ljósi á af hverju Wagner, og þá sérstaklega fangarnir, verða fyrir svo miklu mannfalli. Þetta byggir miðillinn á skýrslu frá úkraínsku leyniþjónustunni. Í henni kemur fram að Wagner notast oft við sérstaka taktík á vígvellinum þar sem fangarnir eru látnir vera í fyrstu árásarbylgjunni og af þeim sökum verða þeir fyrir mesta mannfallinu. „Það að mörg þúsund Wagnerliðar deyi skiptir rússneskt samfélag engu,“ segir í skýrslunni.

Það er ekki bara á vígvellinum sem Prigozhin stendur í stórræðum og bíður tjón. Samkvæmt mati bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) þá bendir margt til að vinsældir hans hjá Pútín fari þverrandi. Segir hugveitan að Pútín hafi tekið ákvörðun um að snúa sér frá Prigozhin og Wagner og treysti nú þess í stað á varnarmálaráðherrann og æðsta yfirmann hersins.

Segir ISW að Pútín hafi hugsanlega talið sér stafa ógn af framgangi Prigozhin og taktlausri sjálfsdýrkun hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur

Greindist með brjóstakrabbamein eftir fyrirbyggjandi brjóstnám og fær engar bætur
Fréttir
Í gær

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Í gær

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Í gær

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis