fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Fréttir

Þjófnaður, skemmdarverk, slys og ökumenn í vímu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 05:32

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bar helst til tíðinda á kvöld- og næturvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að tvær tilkynningar bárust um þjófnað úr verslunum í Háaleitis- og Bústaðahverfi. Nokkrir eru grunaðir í öðru málinu en einn í hinu.

Tilkynnt var um skemmdarverk á innkaupakerru í Kringlunni. Lögreglan hafði uppi á þeim grunaða og tók skýrslu af honum.

Þrír ökumenn voru handteknir grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og annar er grunaður um vörslu fíkniefna.

Í Hafnarfirði varð vinnuslys þegar frosinn jarðvegur hrundi ofan í holu og yfir fót manns sem var þar við störf. Hann var fluttur á bráðamóttöku en talið er að áverkar hans séu minni háttar.

Í Hafnarfirði lentu bifreið og vespa í árekstri. Ökumaður vespunnar slasaðist lítillega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Svava Kristín hættir hjá Stöð 2 – „Mér líður smá eins og ég sé að skrifa minningargrein“

Svava Kristín hættir hjá Stöð 2 – „Mér líður smá eins og ég sé að skrifa minningargrein“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur gáttaður á launum Heiðu Bjargar – „Ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið í launahækkun á umræddu tímabili“

Vilhjálmur gáttaður á launum Heiðu Bjargar – „Ekki í nokkrum takti við það sem annað launafólk hefur fengið í launahækkun á umræddu tímabili“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Undirskriftalisti til að koma í veg fyrir lokun hjá Janusi endurhæfingu

Undirskriftalisti til að koma í veg fyrir lokun hjá Janusi endurhæfingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“

Reynsluboltar hjóla í Björn: „Hissa að sjá þaulreyndan blaðamann skrifa af svona barnaskap“