fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Skordýramartröð hjá húskaupendum í Grindavík – Krökkt af maurum bak við skápa og skúffur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Silfurskottur, maurar og mygla hafa gert pari sem keypti fasteign í Grindavík lífið leitt. Hafa þau stefnt fyrrverandi eiganda hússins og krefjast skaðabóta. Úrskurður vegna þessa máls féll í Héraðsdómi Reykjaness í morgun, 26. janúar.

Húsið, sem er steinsteypt, er byggt árið 1965 en bílskúr, sem telst með til fasteignarinnar var byggður 1968. Kaupverðið var 52 milljónir króna. Eftir að parið flutti inn kom í ljós að mikið var um maura og silfurskottur í húsinu. Við nánari skoðun kom í ljós að baðherbergisinnréttingar voru ónýtar vegna raka og mikill raki var undir öllum flísum og sturtu. Einnig voru allar neysluvatnslagnir á baðherberginu ónýtar. Bílskúrinn, sem hafði verið útbúinn sem íbúð, reyndist óíbúðarhæfur vegna myglu- og rakaskemmda. Þá segir að loftið í bílskúrnum hafi verið ónýtt vegna raka og myglu og þak skúrsins ekki verið í samræmi við kröfur byggingarreglugerðar.

Vildu 4,5 milljónir vegna „skordýrafaraldurs“

Ennfremur segir að eldhúsinnrétting hafi verið ónýt vegna myglu. Ætla megi að ástæðan fyrir því sé sú að ekki hafi verið búið að leggja drenlögn í kringum húsið. Mikið hafi verið af maurum undir og bak við skápa og skúffur.

Í texta úrskurðarins segir síðan:

Stefnendur sendu tölvupóst 21. janúar 2022 til fasteignasalans og sonar stefndu vegna „tjóns sem skordýrafaraldurinn er að valda og hefur ollið“. Með kröfubréfi
lögmanns stefnenda 21. júní 2021 var gerð krafa um afslátt og/eða skaðabætur að fjárhæð 4.512.483 krónur vegna galla og áskilinn réttur til að hækka kröfuna. Þá var lýst yfir skuldajöfnun vegna kröfu stefnenda og eftirstandandi afsalsgreiðslu vegna fasteignarinnar. Loks var krafist viðurkenningar stefndu á ábyrgð á frekari kostnaði vegna galla. Með bréfi 29. júní 2022 var kröfum stefnenda hafnað. Stefnendur hafa því höfðað mál þetta.

Seljandi krafðist frávísunar

Seljandi fasteignarinnar krafðist frávísunar meðal annars vegna þess að kröfugerðin væri óljós og hún gæti því ekki tekið til varna. „Kröfugerð í stefnu sé orðuð þannig að þess sé krafist að viðurkennt verði að stefnda beri skaðabótaábyrgð gagnvart stefnendum „hvoru fyrir sig“. Stefnda byggir á því að þar sem fasteignin sé í óskiptri sameign þá sé stefnendum skylt að hafa samaðild til sóknar,“ segir meðal annars um þetta í úrskurðinum.

Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness segir meðal annars að málið sé vanreifað. Í stefnu sé byggt á því að kostnaður kaupendanna vegna galla sé rúmlega 4,5 milljónir króna en engin grein sé gerð fyrir  því um hvaða viðgerðir sé að ræða eða hvernig kostnaðurinn vegna þeirra sundurliðast. Ekki sé hægt að vísa með almennum hætti til óljósra reikninga sem hafa verið lagðir fram. Einnig sé vísað til nauðsynlegra viðgerða á göllum fasteignarinnar sem séu framundan. Engin grein sé gerð fyrir því um hvaða viðgerðir sé að ræða.

Af þessum ástæðum og ýmsum fleiri sem tilgreindar eru í úrskurðinum er málinu vísað frá dómi. Parið þarf að greiða seljanda fasteignarinnar 400 þúsund krónur í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás

Höfuðkúpubrotnaði í stórfelldri líkamsárás
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“