fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Nýjar upplýsingar um dauða rússnesks olígarka – „Brunnið lík skýrir ekki frá leyndarmálum“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. janúar 2023 06:55

Pavel Antov. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti heimsathygli þegar rússneski milljarðamæringurinn og olígarkinn Pavel Antov lést óvænt um jólin. Hann var þá í fríi á Indlandi. Hann datt út af svölum á aðfangadagskvöld, aðeins tveimur dögum eftir að ferðafélagi hans og vinur, Vladimir Bidenov, fannst látinn á hótelherbergi þeirra.

Það þótti grunsamlegt að mennirnir létust með svo skömmu millibili og ekki dró það úr grunsemdum margra að frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu hafa minnst 19 rússneskir olígarkar og háttsettir embættismenn látist við dularfullar kringumstæður. Sumir hafa „dottið“ út um glugga, aðrir eru sagðir hafa tekið eigið líf og einn er sagður hafa dottið niður tröppur.

Þessir óheppnu einstaklingar áttu það sameiginlegt að hafa gagnrýnt innrásina í Úkraínu og/eða Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, opinberlega.

The Wall Street Journal skoðaði mál Antov og Bidenov betur nýlega og komst að einu og öðru tengdu málum þeirra.

Blaðið segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni þá hafi þeir báðir neytt töluvert mikils áfengis dagana áður en þeir létust. Þeir fóru saman til Indlands til að halda upp á 65 ára afmæli Antov. Á leiðinni frá Moskvu vöktu þeir athygli annarra í flugvélinni vegna þess hversu drukknir þeir voru.

Eftir komuna til Nýju Delí héldu þeir drykkjunni áfram og keyptu sér mikið af indversku rommi.

Natabar Mohanty, sem var bílstjóri þeirra í Nýju Delí, sagði að þeir hafi drukkið mjög mikið áfengi. Eitt sinn stövaði hann bílinn og sagði við leiðsögumann að þeir félagar myndu drekka sig í hel með þessu áframhaldi.

Vitni segja að Antov hafi eitt sinn verið svo drukkinn að það þurfti að bera hann inn í bíl þegar þeir félagar voru í skoðunarferð.

Krufning leiddi í ljós að Bidenov lést af völdum hjartaáfalls en Antov lést þegar hann hrapaði niður af svölunum.

Þrátt fyrir þessa niðurstöðu krufningarinnar hóf indverska lögreglan ítarlega rannsókn á andlátum þeirra félaga. Meðal annars var reynt að sviðsetja hvernig Antov datt niður af svölunum. Ástæðan er að orðrómur er á kreiki um að honum hafi verið hrint fram af þeim eða að hann hafi verið dáinn þegar honum var kastað fram af þeim.

Hann auðgaðist á pylsuframleiðslu og var einn umsvifamesti pylsugerðarmaðurinn í Rússlandi. Hann var einnig félagi í stjórnmálaflokki Pútíns og um hríð var hann í góðu sambandi við Pútín. Það breyttist skyndilega í júlí þegar Antov gagnrýni flugskeytaárásir á Kyiv og sagði þær hryðjuverk. Hann reyndi síðar að biðjast afsökunar á þessum ummælum sínum.

The Wall Street Journal segir að indverska lögreglan hafi ekki viljað vera með neinar getgátur um dauða mannanna né tengja málið við stríðið í Úkraínu eða við Pútín.

Lík þeirra voru brennd skömmu eftir að þeir létust og það hefur ýtt enn frekar undir orðróma og samsæriskenningar. Eða eins og indverski lögmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Manish Tewari skrifaði á Twitter með tilvísun í hinn fræga leynilögreglumann Hercule Poirot sem var sköpunarverk breska rithöfundarins Agatha Christie: „Hercule Poirot sagði að brunnið lík skýri ekki frá leyndarmálum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“