fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

ÓIína hjólar í Eirík útaf skrifum hans – „Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 21:50

Ólína Þorvarðardóttir og Eiríkur Rögnvaldsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólína Þorvarðardóttir, íslenskufræðingur og fyrrum alþingismaður, er allt annað en sátt við Eirík Rögnvaldsson, málfræðing. Sakar hún hann um áróður og hafa skrifað ómerkilega grein sem ekki sé sæmandi fræðimönnum.

Umrædd grein birtist á Heimildinni fyrr í dag og ber hún yfirskriftina Lúkas endurborinn. Í greininni fjallar Eiríkur um „stóra fiskaramálið“ og hvernig að sú umræða hafi sprottið af þeim misskilningi að verið væri að skipta út orðinu sjómaður í lögum í þágu kynhlutslauss máls.

Sérkennilegasta fjölmiðla- og samfélagsmiðlafár síðari ára

Fer hann meðal annars þær umsagnir sem sendar voru inn í samráðsgátt Alþingis vegna breytingarinnar frá ýmsum hagsmunaaðilum og hvernig að enginn þeirra hafi sett sig á móti breytingunni. Fjallað hafi verið um málið í frétt Alþingis en síðan hafi Ólína, sem Eiríkur nefnir ekki á nafn heldur kallar aðeins fyrrum alþingismann, birt Facebook-færslu um málið og þá hafi allt orðið vitlaust.

„Að kvöldi þriðja janúar hófst eitthvert sérkennilegasta fjölmiðla- og samfélagsmiðlafár síðari ára, allt síðan á dögum Lúkasarmálsins alræmda, með Facebook-færslu þar sem því var haldið fram að orðið sjómaður hefði verið „tekið út úr íslenskri löggjöf“ og orðið fiskari, sem í færslunni var kallað „orðskrípi“, sett í staðinn. Út af þessu var svo lagt í löngu máli,“ skrifar Eiríkur.

Hann rekur svo hvernig fárið hafi geisað í fjölmiðum og samfélagsmiðlum en Ólína svo breytt færslunni eftir að í ljós kom að um misskilning væri að ræða, ekki væri verið að skipta út orðinu sjómaður fyrir fiskari eins og hún taldi fyrst. Þá fer hann einnig yfir af hverju breytingin er sé eðlileg og rökrétt og að allt málið, sem kviknaði við færslu Ólínu, hafi verið stormur í vatnsglasi.

„Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg“

Eins og áður segir er Ólína allt annað en sátt við grein málfræðingsins og svarar honum með hvössum hætti í færslu í Facebook-hópnum Málspjallið.

„Í grein sinni ræðst Eiríkur á mig án þess þó að nefna mig á nafn. Grein hans er áróður. Hún er líka ómerkileg. Hann gerir fólki upp skoðanir – ætlar því duldir og fordóma sem hann ákveður hver séu. Hann forðast að nefna á nafn þá sem hann er að ræða við og þvælir saman óskyldum skoðunum og ummælum svo ætla mætti að allt væri það komið úr einni átt,“ skrifar Ólína.

Hún segir það blasa við að áðurnefnd færsla hennar er tilefni skrifanna þó að hún sé ekki nefnd á nafn né vitnað í það sem hún sagði. Segir hún Eirík hræra ýmsum athugasemdum nafnlaust saman við hverkyns óhróður gegn sér.

„Hann kallar mig fyrrverandi alþingismann í þessu samhengi en ekki td íslenskufræðing eða prófessor og deildarforseta sem.er það starf sem ég gegni. Það er þekkt aðferð til þöggunar og smættunar að nefna ekki þann sem við er rætt, né heldur að láta viðkomandi njóta sannmælis. Nokkuð sem konur kynnast flestum betur. Eiríkur lætur þar með að því liggja að mín nálgun sé af annari rót en hans. Það er ósiður að gera fólki upp skoðanir og spyrða það saman við ómálefnalega hluti að ósekju. Það er ekki sæmandi fræðimönnum,“ skrifar Ólína.

Hún segir að deilan um orðið „fiskari“ snúist um máltilfinningu, áhuga á íslenskri tungu og virðingu fyrir atvinnuheitum.

„Af minni hálfu snýst málið ekki um neitt annað. Hins vegar hefur löngum verið sagt að „margur heldur mig sig“,“ skrifar klikkir Ólína út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“