fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Arnar Sveinn um landsliðsþjálfarann – „Gummi fór ekki andlega rétt stilltur á HM” 

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 15:30

Arnar Sveinn Geirsson. Mynd/aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Sveinn Geirsson er gestur Einars Bárðar í 15. þætti hlaðvarpsins Einmitt. Arnar er forseti leikmanna samtakanna á Íslandi, mannauðsstjóri hjá SaltPay og varaformaður stjórnar Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandenda. Þeir ræða um tilfinningar, afreksíþróttir, mál Söru Bjarkar og gang íslenska karlalandsliðsins á HM i Svíþjóð og margt margt fleira. 

Gummi ekki með rétt hugarfar inn í HM 

Arnar Sveinn var afar gagnrýninn á viðhorf Guðmundar Guðmundssonar í aðdraganda mótsins þegar fáir þorðu að gagnrýna landsliðsþjálfarann og í þessum þætti sem var tekinn upp eftir leik Íslands og Grænhöfðaeyja ræða þeir Einar og Arnar þessa gagnrýni Arnars. Arnar segir athugasemdir Guðmundar á gagnrýni reyndra handboltagreinenda meðal annars í HM stofu Rúv vera til marks um það að Guðmundur hafi ekki farið með rétt hugarfar inn í þetta mót. 

Geir nánast ýtt út fyrir Guðmund 2018 

Núna þegar mótið ef afstaðið hafa margir bæst á vagn þeirra sem gagnrýna Guðmund og mikið hefur verið rætt um það í kjölfar mótsins hvort hann eigi jafnvel að víkja sem þjálfari. Arnar Sveinn er þó ekki alveg hlutlaus þar sem síðasti landsliðþjálfari, Geir Sveinsson er faðir Arnars. Geir, einum af okkar fremsta handboltamanni fyrr og síðar, var nánast ýtt út þegar Guðmundur losnaði sem þjálfari frá Danmörku. Arnar er heiðarlegur með þá staðreynd og þeir Einar ræða þann aðdraganda líka. 

Spilaði fótbolta frekar undir eigin nafni

Arnar Sveinn segir í samtalinu að á endanum hafi hann valið fótboltann sem sína íþrótt þar sem hann taldi langan veg þangað til að hann myndi spila undir sínu eigin nafni í handboltanum. Það var þannig að ég spilaði mínu fyrstu meistaraflokks leiki í fótbolta og handbolta sömu vikuna og þegar ég skoðaði umfjöllun um báða leikina varð það mér ljóst að ég myndi aldrei verða annað en sonur Geirs Sveinssonar í handboltanum, segir hann. Fótboltinn varð þá fyrir valinu og Arnar átti góðan feril með Valsmönnum.

Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú