fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Fréttir

Utanríkisráðherra Þýskalands segir að Þjóðverjar standi ekki í vegi fyrir að skriðdrekar verði sendir til Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 06:01

Þýskir Leopard 2 skriðdrekar. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðverjar munu ekki standa í vegi fyrir að Pólverjar sendi Leopard skriðdreka til Úkraínu. Þetta sagði Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, í samtali við frönsku sjónvarpsstöðina LCI í gær.

„Við höfum ekki enn verið spurð en ef við verðum spurð, þá munum við ekki standa í veginum. Við vitum hversu mikilvægir þessir skriðdrekar eru og þess vegna erum við að ræða þetta við bandamenn okkar. Við verðum að tryggja að mannslífum verði bjargað og úkraínskt landsvæði verði frelsað,“ sagði hún.

Leopard skriðdrekarnir eru framleiddir í Þýskalandi. Samkvæmt skilmálum í kaupsamningi þeirra þá mega Pólverjar ekki láta öðru ríki þá í té nema fá til þess heimild frá Þjóðverjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu

Þetta gætu afleiðingarnar orðið ef gýs í Bárðarbungu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna

Mogginn varpar ljósi á tölvupósta Isavia eftir að Skúli í Subway tók félagið til bæna
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot

„Gríðarmikil“ og óvenjuleg skjálftahrina hafin í Bárðarbungu – Minnir á kvikuinnskot