New York Times skýrir frá þessu.
Sex bréfsprengjur voru sendar til heimilisfanga á Spáni í nóvember. Bréfin voru stíluð á heimili Pedro Sanchez forsætisráðherra, varnarmálaráðuneytið og úkraínska og bandaríska sendiráðið.
New York Times segir að bandarískir og spænskir embættismenn telji að rússneskir leyniþjónustumenn hafi látið liðsmenn herskárra rússneskra samtaka senda sprengjurnar.
Enginn lést af völdum þeirra.
Bandarísk yfirvöld rannsaka þessar árásir sem hryðjuverk.
New York Times segir að markmiðið með sendingunum hafi verið að sýna að Rússar séu færir um að fremja hryðjuverk í Evrópu.
Háttsettur bandarískur embættismaður sagði að spænskir rannsakendur hafi borið kennsl á „áhugaverða einstaklinga“ sem gætu tengst árásunum.