fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Enn virðist evrópskum vinum Rússlands fækka – „Í okkar augum eru Krím og Donbas úkraínsk“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. janúar 2023 09:00

Pútín er ekki í uppáhaldi hjá öllum samlöndum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það þarf ekki marga fingur þessa dagana til að telja þau Evrópuríki sem teljast vinir eða bandamenn Rússlands. Nú er ekki annað að sjá en að það sé hægt að fækka þeim fingrum, sem eru notaðir við þessa talningu, um einn því að undanförnu hefur Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, tekið afstöðu gegn Rússlandi og innrásinni í Úkraínu.

Sögulega séð hefur samband Rússland og Serbíu verið gott en í síðustu viku fóru að koma brestir í það þegar Vucic ræddi við Reuters og bað Wagner-hópinn, sem er rússneskt málaliðafyrirtæki, um að hætta að reyna að fá serbneska  ríkisborgara til liðs við sig.

„Af hverju setur Wagner-hópurinn sig í samband við serbneska ríkisborgarar þegar þið vitið að það er brot á lögum okkar?“ sagði hann.

Daginn eftir ræddi hann við Bloomberg og sagði þá: „Við höfum ekki getað stutt innrás Rússa í Úkraínu. Í okkar augum eru Krím og Donbas úkraínsk og eiga að vera það.“

Með þessu hljóma nýir tónar í sambandi Rússlands og Serbíu að sögn Jakob Tolstrup, lektors og sérfræðings í málefnum fyrrum Sovétríkjanna. Í samtali við Danska ríkisútvarpið sagði hann að ummæli Vucic séu mjög athyglisverð því Serbar hafi almennt verið miklu jákvæðari í garð Rússa og að utanríkisstefna þeirra hafi verið hliðholl Rússum. Á móti hafi Rússar stutt Serba.

Aleksandar Vucic. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

En ummæli Vucic þýða ekki að Serbar hafi algjörlega tekið afstöðu gegn Rússlandi. Þeir styðja ekki refsiaðgerðir ESB gegn landinu og kaupa enn mikið af rússnesku gasi.

Margir Serbar eru Rússum mjög þakklátir fyrir stuðning þeirra í stríðinu á Balkanskaga á tíunda áratugnum en á móti kemur að margir vilja gjarnan að Serbía verði aðildarríki ESB.

Flemming Splidsboel, sérfræðingur hjá hugveitunni Dansk Institut for Internationale Studier, sagði að nú stígi Serbar pólitískan línudans þar sem þeir hafi tekið afstöðu gegn Rússlandi því markmið þeirra sé að fá aðild að ESB. Hann sagðist telja að þeir séu nú að átta sig á hversu mikilvægt það sé að standa réttum megin við strikið í þessari deilu. Ef Serbar haldi áfram að rækta samband sitt við Rússa minnki líkurnar á ESB-aðild þeirra og ef þeir viðurkenni innlimum Krím í Rússland þá muni það valda miklum vanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur