fbpx
Fimmtudagur 20.febrúar 2025
Fréttir

Fór í skaðabótamál eftir að vinurinn seldi málverk sem hann hafði geymt fyrir hann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. janúar 2023 14:15

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Málverkið „Sjálfsmynd með bláan hatt“ eftir Louisu Matthíasdóttur var viðfangsefni dómsmáls sem fyrrverandi eigandi málverksins höfðaði á hendur eignarhaldsfélagi Gallerí Foldar. Dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjaness þann 20. janúar.

Maðurinn krafðist rúmlega tveggja milljóna króna á hendur uppboðshúsinu vegna þess að málverkið var selt þar á uppboði að honum forspurðum.

Forsagan er sú að maðurinn keypti málverk Louisu á sýningu á Kjarvalsstöðum árið 1974. Árið 1977 fékk hann vin sin til að geyma fyrir sig verkið á meðan hann fór til útlanda í nám. Dvölin stóð yfir alveg til ársins 1995.

Löngu eftir að heim kom var málverkið enn í vörslu vinarins en árið 2016 seldi hann það á uppboði hjá Gallerí Fold. Verkið var slegið á 1,8 milljónir króna og var skilaverðið rúm ein og hálf milljón, sem vinurinn millifærði á manninn skömmu eftir að hann tók við söluandvirðinu.

Eigandi verksins varð hins vegar ekki var við millifærsluna fyrr en árið 2018. Hann hafði ekki svarað fyrirspurnum vinarins um þetta í tölvupósti. Vinurinn sagðist hafa selt verkið til að bæta lausafjárstöðu eiganda verksins.

Eftir að upplýst var um kaupanda verksins, að fengnum dómsúrskurði árið 2020, setti fyrrverandi eigandi málverksins sig í samband við hann og keypti það af honum á heilar fimm milljónir. Hann krafði bæði vin sinn og uppboðshúsið um skaðabætur. Vinurinn greiddi tvær og hálfa milljón í bætur en eigandi Gallerí Foldar neitaði kröfunni.

Eigandi málverksins stefndi því uppboðshúsinu fyrir dóm, sem fyrr segir, og var Gallerí Fold, eða eigandi þess, Fabrik ehf, sýknaður af skaðabótakröfu vegna meintrar ólöglegrar háttsemi við söluna á málverkinu. Hins vegar var fallist á að uppboðshúsið hefði átt að veita manninum fyrr upplýsingar um kaupanda verksins, en raunin varð, og var að því sökum dæmt til að greiða manninum lögmannskostnað vegna málarekstursins sem leiddi til úrskurðarins um þá upplýsingaskyldu. Málskostnaður við þetta mál féll hins vegar niður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri
Fréttir
Í gær

Kona áreitti þrjá undirmenn sína í grunnskóla kynferðislega – Þolendur hrökkluðust úr starfi en gerandinn mætti aftur til vinnu án eftirmála

Kona áreitti þrjá undirmenn sína í grunnskóla kynferðislega – Þolendur hrökkluðust úr starfi en gerandinn mætti aftur til vinnu án eftirmála
Fréttir
Í gær

Eldri hjón lentu í tugþúsunda kostnaði og eru reið sýslumanni

Eldri hjón lentu í tugþúsunda kostnaði og eru reið sýslumanni