fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Fiskikóngurinn tilkynnir veikindi og leitar sér hjálpar – „Þetta reddast eins og allt hitt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. janúar 2023 22:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti fisksali og athafnamaður Kristján Berg, Fiskikóngurinn, hefur dregið sig í hlé frá störfum tímabundið vegna andlegra veikinda.

Hann greinir frá þessu í opinni færslu á Facebook í kvöld. Þar tekur hann fram að fyrirtæki hans gangi vel og fjölskyldan dafni en sjálfur er hann ekki eins og hann á að sér að vera:

„Árið byrjar glæsilega, en eitthvað er geðheilsan að stríða mér. Er búinn að vera slappur undanfarna mánuði og ekki alveg eins og ég er vanur að vera. Yfirleitt er èg fullur af orku og hugmyndum og hausinn virkur. En undanfarna 10-20 mánuði, þá hefur einhver skrúfa/ur verið lausar.“

Hann segist vera að vinna í sjálfum sér og muni koma til baka. Hann nýtur þjónustu góðs sálfræðings en biður um ábendingar um góðan geðlækni. Kristján tekur fram að hann sé ekki að biðja um vorkunn eða „læk“ á færsluna.

„Mikið álag og streita undanfarin ár er líklegasta skýringin, en þetta reddast, eins og allt hitt.

En fjölskyldan er í góðum málum. Fyrirtækin ganga vel, starfsfólkið mitt hefur verið súper flott og bara ótrúlegt að vera með þennan bakhjarl, fjölskyldu, vini og starfsfólk. Met það mikils.

Ég reyni mitt besta í starfi og leik à meðan, eða þangað til ég næ heilsunni 100%. Öll fyrirtækin verða opin og í rekstri og ég eitthvað á vappi í þeim áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða

Leggjast gegn dýrafrumvarpi Ingu Sæland – Ofnæmisvakar geti borist á milli íbúða
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“

Heiðar um tolla Trumps – „Þetta er afskaplega skammsýnt“
Fréttir
Í gær

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða

Margrét segir að sér gefist kostur á að afgreiða meiðyrðamál Barböru gegn sér með afsökunarbeiðni og spyr FB-vini sína ráða
Fréttir
Í gær

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur

Reykjavík þarf að borga konu sem rekin var úr starfi eina milljón króna í bætur
Fréttir
Í gær

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“

Leigubílaharkari kúgaði fé út úr fjölskyldu – „Daginn eftir var bankað upp á hjá honum og þar voru tveir menn að rukka“
Fréttir
Í gær

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú

Mótmæla frumvarpi um rekstur líkhúsa – Sé ekkert annað en skattlagning á dánarbú