Medvedev hefur frá upphafi stríðsins skipað sér í röð helstu harðlínumanna í Rússlandi og ítrekað haft í hótunum við Vesturlönd og Úkraínu um að Rússar muni beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu.
Backward political good-timers in Davos reiterated: “To achieve peace, Russia must lose”. None of them gets it that a nuclear power’s loss of a conventional war can lead to a nuclear one. Nuclear powers haven’t been defeated in major conflicts crucial for their destiny
— Dmitry Medvedev (@MedvedevRussiaE) January 19, 2023
Hann hefur einnig birt færslur um hvernig hann sér ný landamæri Rússlands og Úkraínu fyrir sér og síðar birti hann annað kort þar sem búið var að þurrka Úkraínu út að mestu leyti.
Sérfræðingar segja að Rússar eigi stærsta kjarnorkuvopnabúr heims eða tæplega 6.000 kjarnaodda. Bandaríkin eiga tæplega 5.500.