fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Fréttir

Bandaríkin senda Úkraínumönnum á annað hundrað brynvarin ökutæki

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. janúar 2023 09:00

Stryker herbíll. Mynd:Jarek Tuszyński/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, tilkynnti í gærkvöldi að Úkraínumenn fái nýjan pakka af hergögnum. Verðmæti hans er 2,5 milljarðar dollara. Í þessum pakka eru meðal annars 59 brynvarðir Bradley liðsflutningabílar og 90 brynvarin Stryker ökutæki.

Áður hafði spurst út að Úkraínumenn myndu fá Bradley og Stryker ökutæki en báðar tegundirnar gera úkraínskum hermönnum kleift að ferðast um við víglínurnar á mun öruggari hátt en áður.

Bradley ökutækin eru búin flugskeytum sem eru sérhönnuð til árása á skriðdreka. Stryker ökutækin eru aðallega notuð við liðsflutninga.

Einnig fá Úkraínumenn meðal annars átta Avenger loftvarnarkerfi, nætursjónauka og gríðarlegt magn skotfæra.

Pentagon segir að með þessum pakka sé framlag Bandaríkjanna til Úkraínumanna frá upphafi stríðsins orðið 27,4 milljarðar dollara. Það er álíka mikið og verg þjóðarframleiðsla Íslands á síðasta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 

Þóra segir að byltingin sé nú búin að éta börnin sín – „Við lentum í því að vóka yfir okkur“ 
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Guðmundur óttast nýjan veruleika og segir stjórnvöld þurfa að bregðast strax við

Guðmundur óttast nýjan veruleika og segir stjórnvöld þurfa að bregðast strax við
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“

Rússland vill friðarsamninga en ekki vopnahlé – „Stundum eru samningar skárri kostur en vopnasendingar“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta er ódýrasta apótek landsins í almennum vörum

Þetta er ódýrasta apótek landsins í almennum vörum
Fréttir
Í gær

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða

Skrýtið að sjávarútvegsfyrirtæki skili gríðarlegum hagnaði og á sama tíma er auglýst eftir starfsmanni brothættra byggða
Fréttir
Í gær

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“

Sif Sigmars fékk skilaboð frá „reiða hvíslaranum“