Það bar helst til tíðinda á kvöld- og næturvakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að fjórir ökumenn voru handteknir grunaðir um ölvun við akstur. Einn þeirra ók ótryggðri bifreið og annar reyndist vera sviptur ökuréttindum.
Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka á móti rauðu ljósi. Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum.
Tveir voru vistaðir í fangageymslu í nótt. Annar vegna hótana og eignaspjalla en hinn vegna ölvunarástands.