fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Kokkurinn færir sig upp á skaftið – Það eru svikarar innan stjórnarinnar segir hann

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 07:08

Útlitið er ekki bjart fyrir Yevgeni Prigozhin Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yevgeny Prigozhin, eigandi Wagnerhópsins, málaliðafyrirtækis sem berst við hlið rússneska hersins í Úkraínu, færir sig sífellt upp á skaftið og gerir djarfari árásir á rússnesk stjórnvöld.

Hann ræðst nú beint á stjórn Vladímír Pútíns og segir að innan stjórnarinnar séu aðilar sem vilji að Rússar tapi stríðinu í Úkraínu.

Þetta kemur fram í daglegri stöðufærslu bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War (ISW) sem segir að Prigozhin hafi kvartað undan að yfirvöld hafi ekki lokað fyrir YouTube í Rússlandi og að það sé andstaða við það í hinni pólitísku umræðu.

Hann segir að ástæðan sé að ef lokað verður fyrir YouTube muni það grafa undan tilraunum svikaranna til að endurvekja samskipti og samband Rússlands og Bandaríkjanna eftir að Rússar tapa stríðinu í Úkraínu.

ISW segir að búið sé að koma upp spjallrás í Rússlandi þar sem Prigozhin og aðrir þekktir rússneskir þjóðernissinnar á borð við Igor Girkin geta gagnrýnt Pútín án þess að eiga á hættu að verða refsað fyrir það.

Prigozhin er oft nefndur Kokkur Pútíns vegna ábatasamra samninga sem Pútín færði honum um að sjá um að útvega rússneska hernum mat.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“

Trump í fyrsta viðtalinu eftir árásina – „Ég á að vera dauður“
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“

Safnað fyrir fjölskyldu Viðars – „Setti mig og börnin okkar alltaf í fyrsta sæti“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði

Íslendingur dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Danmörku fyrir að kýla unnustu sína margsinnis á bílastæði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill

Gangandi fólk kemst ekki lengur eftir gangstéttum í Norðurmýri – Bílastæðavandinn mikill