fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Bandaríkjamenn senda Úkraínumönnum 150 brynvarin ökutæki

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. janúar 2023 08:00

Stryker herbíll. Mynd:Jarek Tuszyński/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld eru nú að leggja lokahönd á hjálparpakka handa Úkraínu. Þetta eru hergögn sem verða send til landsins. Embættismenn segja verðmæti pakkans vera 2,6 milljarðar dollara.

AP hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum að meðal þess sem reiknað er með að verði í pakkanum séu 100 brynvarin ökutæki af gerðinni Stryker og að minnsta kosti 50 brynvarðir Bradley beltabílar.

Þessi ökutæki munu gera úkraínskum hermönnum kleift að hreyfa sig hraðar og öruggar um við víglínurnar.

Stjórn Joe Biden á eftir að leggja blessun sína yfir pakkann og því gæti innihald hans breyst.

Bretar tilkynntu nýlega að þeir ætli að senda Úkraínumönnum 12 Challenger 2 skriðdreka. Úkraínumenn hafa ítrekað beðið um skriðdreka en hik hefur verið á Vesturlöndum hvað það varðar en það hik er nú væntanlega úr sögunni með ákvörðun Breta. Mikill þrýstingur er nú á þýsku ríkisstjórnina um að heimila afhendingu Leopard skriðdreka til Úkraínumanna en bæði Finnar og Pólverjar hafa lýst sig reiðubúna til að senda þeim slíka skriðdreka. Þjóðverjar þurfa að gefa grænt ljós á það þar sem um þýska skriðdreka er að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana