fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Skýrir frá leyniferðinni til Kyiv rétt áður en stríðið hófst – Færði Zelenskyy skýr skilaboð

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 05:53

Volodymyr Zelenskyy. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skömmu áður en Rússar réðust inn í Úkraínu sendi Joe Biden, Bandaríkjaforseti, Bill Burns, forstjóra leyniþjónustunnar CIA til Kyiv til viðræðna við Volodymyr Zelenskyy, forseta. Á þessum tíma töldu flestir útilokað að Rússar myndu ráðast inn í Úkraínu og þannig hefja enn eitt stríðið í Evrópu.

Zelenskyy vísaði hugmyndum um innrás Rússa enn á bug þegar þarna var komið við sögu. Af þeim sökum var Burns sendur til fundar við hann og með í farteskinu hafði hann skýr skilaboð til Zelenskyy: „Rússar ætla að myrða þig.“

Business Insider skýrir frá þessu og segir að þetta komi fram í nýrri bók: „The Fight of His Life: Joe Biden‘s White House“. Bókin er ekki enn komin út en hún er skrifuð af Chris Whipple rithöfundi og heimildarmyndagerðarmanni. Hann hefur áður skrifað um CIA og Hvíta húsið.

Í bókinni kemur fram að skilaboðin til Zelenskyy hafi haft mikil áhrif á hann. „Upplýsingarnar voru svo nákvæmar að þær hjálpuðu öryggissveitum Zelenskyy að koma í veg fyrir morðtilraunir við hann,“ segir í bókinni.

Burns lét Zelenskyy einnig í té upplýsingar um innrásaráætlun Pútíns til að hjálpa Úkraínumönnum að undirbúa sig undir innrásina. Meðal þessara upplýsinga voru nákvæmar áætlanir um hvernig Rússar ætluðu að ná Hostomelflugvellinum, sem er norðan við Kyiv, á sitt vald. Þar var einmitt hart barist á fyrstu dögum innrásarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“

Dóri DNA á tímamótum – „Það vorkennir manni enginn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök