fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Skúli Tómas grunaður um sex manndráp en er samt aftur kominn til starfa á Landspítalanum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 20:00

Skúli Tómas Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Tómas Gunnlaugsson, sem grunaður er um að hafa orðið sex manns að bana með því að setja þau í ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), hefur snúið aftur til starfa á Landspítalanum eftir að hafa tekið sér leyfi frá störfum þar um tíma.

RÚV greinir frá þessu.

Lögreglan er við að ljúka rannsókn sinni í málinu og verður það sent til héraðssaksóknara síðar í þessu mánuði. Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um hvort Skúli Tómas verður ákærður eða ekki.

Skúli Tómas missti lækningaleyfi sitt í fyrra í kjölfar svartrar skýrslu Landlæknis um vinnubrögð hans á HSS. Ættingjar konu sem lést eftir að hafa verið sett á lífslokameðferð, eftir að hún lagðist inn til hvíldarmeðferðar, kærðu Skúla Tómas til lögreglu fyrir manndráp af yfirlögðu ráði.

Skúli Tómas var síðan ráðinn á Landspítalann og fékk starfsréttindi sín endurheimt að hluta. RÚV greinir frá því að hann hafi fengið rýmra starfsleyfi í þessu mánuði. Ennfremur kemur fram að Skúli Tómas hafi farið í leyfi frá Landspítalanum í fyrra að eigin ósk. Hann er nú kominn til starfa þar aftur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“

Samúðarkveðja Höllu forseta vegna fráfalls páfa veldur undrun – „Úff“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Við erum verkfæri sem Guð notar“

„Við erum verkfæri sem Guð notar“
Fréttir
Í gær

Frans páfi farinn á vit feðra sinna

Frans páfi farinn á vit feðra sinna
Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“