fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
Fréttir

Skúli Tómas grunaður um sex manndráp en er samt aftur kominn til starfa á Landspítalanum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 20:00

Skúli Tómas Gunnlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skúli Tómas Gunnlaugsson, sem grunaður er um að hafa orðið sex manns að bana með því að setja þau í ótímabæra lífslokameðferð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS), hefur snúið aftur til starfa á Landspítalanum eftir að hafa tekið sér leyfi frá störfum þar um tíma.

RÚV greinir frá þessu.

Lögreglan er við að ljúka rannsókn sinni í málinu og verður það sent til héraðssaksóknara síðar í þessu mánuði. Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um hvort Skúli Tómas verður ákærður eða ekki.

Skúli Tómas missti lækningaleyfi sitt í fyrra í kjölfar svartrar skýrslu Landlæknis um vinnubrögð hans á HSS. Ættingjar konu sem lést eftir að hafa verið sett á lífslokameðferð, eftir að hún lagðist inn til hvíldarmeðferðar, kærðu Skúla Tómas til lögreglu fyrir manndráp af yfirlögðu ráði.

Skúli Tómas var síðan ráðinn á Landspítalann og fékk starfsréttindi sín endurheimt að hluta. RÚV greinir frá því að hann hafi fengið rýmra starfsleyfi í þessu mánuði. Ennfremur kemur fram að Skúli Tómas hafi farið í leyfi frá Landspítalanum í fyrra að eigin ósk. Hann er nú kominn til starfa þar aftur.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag

Geðvernd og SÍBS áfram í pattstöðu út af Reykjalundi – Rúmlega hálfrar aldar gamall samningur ódrepandi enn þann dag í dag
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“

Sýður upp úr hjá Sósíalistum: Segist hafa upplifað útskúfun fyrir að segja sannleikann „um ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot Gunnars Smára“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara

Manndrápsmálið: Gæsluvarðhalds krafist – Búið að leiða einn fyrir dómara
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu

Manndrápsmálið: Þrír lausir úr haldi lögreglu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“

Íslendingar steinhissa á Trump: „Þetta á eftir að enda með einhverjum ferlegum ósköpum“
Fréttir
Í gær

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?

Jóhanna og Steinunn misstu syni sína unga – Hvernig er hægt að lifa með brostið hjarta?
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað

Manndrápsmálið: Sjötti handtekinn eftir eftirför – Konu leitað
Fréttir
Í gær

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns

Fimm aðilar í haldi lögreglu vegna andláts manns
Fréttir
Í gær

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi

Nauðsynlegt að koma á eðlilegri samskiptum við Rússland þó að samskiptin verði ekki góð lengi