fbpx
Sunnudagur 17.nóvember 2024
Fréttir

Hryðjuverkamálið: Telur helmingslíkur á frávísun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 14:24

Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingsetning í hryðjuverkamálinu var fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur fyrr í dag. Þeir Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson neituðu þeim hluta ákærunnar sem lýtur að áformum um hryðjuverk en játuðu á sig vopnalagabrot.

Fréttablaðið greindi frá.

Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Sindra Snær, segir mögulegt að krafist verði frávísunar í málinu. Sveinn hefur gagnrýnt að hin meintu hryðjuverk séu ótilgreind í ákærunni. Sindri Snær er ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka en Ísidór fyrir hlutdeild í áformunum.

Sveinn Andri segir í samtali við DV að hann telji vera um helmingslíkur á því að dómari vísi frá ákæruliðum sem varða tilraun til hryðjuverka. Málflutningur um formhlið málsins verður 26. janúar og þá mun dómari taka afstöðu til þessara álitaefna. Segir Sveinn að dómari hafi ákveðið sjálfur að hafa frumkvæði að flutning um formhlið málsins, þ.e. hvort rétt sé að vísa frá ákæru um undirbúning hryðjuverka og hlutdeild í þeim. Vekur það óneitanlega athygli að dómari telji þetta vera sérstakt athugunarefni án þess að verjendur hafi krafist frávísunar.

Sindri og Ísidór voru látnir lausir úr gæsluvarðhaldi rétt fyrir jól eftir að hafa verið í gæsluvarðhaldi samfleytt frá því í september.

Europol hefur metið mennina þannig að báðir þeirra hefðu verið við það að grípa til aðgerða og framkvæma hryðjuverk á Íslandi, að því er fram kom við þingsetningu.

Við þingfestingu sagði Sveinn Andri mikilvægt að Signal-samskipti mannana yrðu lögð fram, en þau skipta sautjánhundruð blaðsíðum og eru frá því í desember 2021 til september 2022. Þá lagði Karl Ingi Vilbergsson saksóknari fram viðbótargögn við þingfestinguna.

Sindri Snær vildi ekki veita Fréttablaðinu viðtal að lokinni þingfestingu, er eftir því var leitað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu

Dómur mildaður yfir Henry Fleischer fyrir að smygla gífurlegu magni af fíkniefnum með skútu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sjá kjósendur af arabískum ættum eftir því að hafa kosið Trump?

Sjá kjósendur af arabískum ættum eftir því að hafa kosið Trump?