En sumir kjósa að fara aðra leið og ganga mun beinskeyttari til verks. Þetta á til dæmis við um Dimtry Medvedev, fyrrum forseta Rússlands, fyrrum forsætisráðherra og núverandi varaformann rússneska öryggisráðsins.
Samkvæmt fréttum The Guardian og fleiri miðla þá lét Medvedev þung orð falla í garð Fumio Kishida, forsætisráðherra Japan. Hann sakar Kishida um „skammarlega þjónkun“ við Bandaríkin.
Hann sagði einnig að aðeins sé hægt að losa sig undan skömm af þessu tagi með því að fremja „seppuku“ eða „harakiri“ sem eru sjálfsvíg með einhverskonar helgiathafnarbrag. Þetta er þekkt frá tímum samúræjanna en þá tíðkaðist að stinga sverði í maga sinn og alla leið inn í þarmana.
Medvedev lagði nýlega til að Kishida myndi gera þetta á næsta fundi japönsku ríkisstjórnarinnar.
Ástæðan fyrir þessari reiðu Medveded og ummælum er að Kishida fundaði með Joe Biden, Bandaríkjaforseta, á föstudaginn. Að fundi þeirra loknum vöruðu þeir Rússland við því að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu.