fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Björk óttast að múgæsingur hafi áhrif á alþingsmenn þegar kemur að löggjöf um hugvíkkandi efni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. janúar 2023 11:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða um hugvíkkandi efni og mögulega notkun þeirra í lækningaskyni hefur verið hávær undanfarnar vikur, ekki síst vegna ráðstefnunnar Psycedelics in Medicine sem fram fór í Hörpu í síðustu viku. Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, fjallar um málefnið í leiðara blaðsins í dag og hvetur alþingismenn til að staldra við og láta ekki múgæsing verða til þess að málið verði keyrt í gegn.

Bendir Björk á að þörfin fyrir nýjum úrslausnum við geðrænum vanda á við þunglyndi og kvíða ærin. Þunglyndi fari til að mynda vaxandi á heimsvísu og var orðin næstalgengasta ástæða örorku á heimvísu árið 2019. Hins vegar skapi það ákveðna hættu á að mögulegar lausnir séu keyrðar of hratt í gegn.

Staldra við þegar sveppatripp er orðið hið besta mál

„Þegar skipuleggjandi ráðstefnunnar segir frá því í fjölmiðlum að hún stundi meistaranám í hugvíkkandi efnum, án þess að sú fullyrðing sé skoðuð í kjölinn, má þó gera því í skóna að spennan sé hreinlega orðin of mikil. Eins þegar svo íþróttahetja [Ólafur Stefánsson], sem kynnt er sem „strákurinn okkar,“ hvetur spjallþáttastjórnanda til að prófa sveppatripp í einum vinsælasta sjónvarpsþætti RÚV, er full ástæða til að staldra aðeins við,“ skrifar Björk.

Vísar hún þar í frétt Heimildarinnar um að Sara María Júlíusdóttir, skipuleggjandi áðurnefndrar ráðstefnu, hafi flaggað því í aðdraganda ráðstefnunnar að hún stundi mastersnám í sál- og sálmeðferðarfræði með hugvíkkandi efnum. Í ljós hafi komið að umræddur háskóli, Ubiquity University í Kaliforníu, hefur ekki viðurkenningu á því að veita háskólagráður.

Að mati Bjarkar skapar þessi umræða ákveðna hættu í ljósi þess að nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga um heimild til rannsókna og notkunar á efninu sílósíbin í geðlækningaskyni.

„Í henni er heilbrigðisráðherra falið að leggja til nauðsynlegar breytingar á lögum svo heimila megi rannsóknir og tilraunir á efninu og lagt er til að Ísland verði leiðandi í slíkum rannsóknum á heimsvísu. Þegar rýnt er í umsagnir fagaðila er ekki annað að sjá en að forsvarsmenn tillögunnar hafi lítinn skilning á eðli slíkra rannsókna enda bendir Embætti landlæknis á að núgildandi löggjöf standi ekki í vegi fyrir slíkum rannsóknum,“ skrifar Björk

Múgæsingur blindi sýn alþingismanna

Segir hún að ef íslenskir vísindamenn sjái hag í að ráðast í rannsóknir á sílósíbin eða öðrum hugvíkkandi efnum standi lagaumhverfið ekki í vegi fyrir því. Aftur á móti sé bent á það í fleiri en einni umsögn að fámenni og fjársveltir innviðir heilbrigðiskerfisins geri Ísland ekki að ákjósanlegum leiðtoga í slíkum rannsóknum.

„Hvað ætli hafi drifið alþingismenn til að ætla þannig að ákveða fyrir hönd íslensks vísindafólks hvað er ákjósanlegt að rannsaka? Múgæsingur?,“ skrifar Björk.

Hún bendir á að staðreyndin sé sú að eðlilegt ferli nýrra lyfja er að standast fjögurra fasa prófanir áður en þau fá markaðsleyfi.

„Þetta ættum við flest að hafa lært eftir heitar umræður um Covid-bóluefni sem sumum þótti þróast of hratt. Það sama gildir auðvitað um þessi lyf og mikilvægt er að umræðan sé á þeim nótum. Eða er það jafnvel sama fólkið sem gefur lítið fyrir vísindalegar rannsóknir á hugvíkkandi efnum – og neitaði að láta bólusetja sig af ótta við að bóluefnin væru ekki fullprófuð?“ skrifar ritstjórinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri