Merki um skotfæraskortin er að sums staðar í Úkraínu hefur dregið mjög úr stórskotaliðsárásum Rússa og nemur samdrátturinn allt að 75% á sumum stöðum.
Skotfæri eru auðvitað nauðsynleg í hernaði og því er þetta alvarlegt vandamál fyrir Pútín. Í nýlegri greiningu bandarísku hugveitunnar The Institute for The Study of War (ISW) kemur fram að birgðir Rússa af skotfærum séu orðnar svo litlar að það geti haft afgerandi áhrif á stríðsreksturinn.
Hugveitan segir að vegna getuleysis rússneska hergagnaiðnaðarins við að framleiða nóg af skotfærum þá muni það hafa þau áhrif á rússneska herinn að hann mun eiga í vandræðum með að sækja fram í austurhluta Úkraínu á þessu ári. Hugveitan hefur eftir heimildarmönnum innan úkraínska hersins að það séu aðallega fallbyssukúlur sem Rússar vantar.
CNN hafði í desember eftir heimildarmönnum innan leyniþjónustustofnana að mjög hefði dregið úr skotfæranotkun Rússa og næmi hún sums staðar 75%. Heimildarmennirnir sögðu þó að ekki væri hægt að útiloka að Rússar væru að spara skotfæri til að geta notað þau við annað tækifæri.