fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Á flótta undan Pútín – Býr á flugvelli í 2.000 km fjarlægð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. janúar 2023 08:00

Frá Incheon flugvellinum. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Incheon alþjóðaflugvellinum í Suður-Kóreu hafast fimm ungir Rússar við og hafa gert vikum saman. Þeir eru allir frá Buryatia lýðveldinu í suðaustanverðu Rússlandi.

The Korea Times segir Vladimir Maraktaev og fjórir aðrir ungir Rússar hafi pakkað niður föggum sínum og flúið til Suður-Kóreu þegar þeir fengu bréf um að þeir hefðu verið kvaddir í herinn og ættu að fara á vígvöllinn í Úkraínu.

Andrey Maraktaev, einn þessara fimmmenninga, sagðist hafa fengið bréf um herkvaðningu og því hafi hann flúið að heima aðfaranótt 24. september. „Ég ákvað að forða mér að heiman eins fljótt og ég gæti því þeir myndu kannski koma og sækja mig næsta dag,“ sagði hann.

„Ég finn ekki til neinnar skammar yfir að verja landið mitt og ég myndi bjóða mig sjálfviljugur fram ef ráðist væri á okkur og ástvinir mínir væru í hættu. En það er allt önnur saga þegar landið mitt er árásaraðilinn. Ég myndi aldrei grípa til vopna og drepa saklaust fólk í Úkraínu,“ sagði hann.

Til að komast til Suður-Kóreu varð hann að ferðast í gegnum Indónesíu og tók það nokkrar vikur. Það varð hann að gera til að þurfa ekki að aka í gegnum Norður-Kóreu, sem er þess utan útilokað að gera. Hann flaug síðan til Suður-Kóreu frá Indónesíu.

Hann vonaðist til að fá hæli þar en svarið var nei. Suðurkóresk yfirvöld veita þeim ekki hæli sem neita að gegna herþjónustu. Þau aðstoða mennina þó og fá þeir morgunmat á degi hverjum sem og kvöldmat. Að öðru leyti verða þeir að bjarga sér sjálfir en það er erfitt því þeir eiga enga peninga.

Maraktaev sagðist sakna eiginkonu sinnar og sonar en geti ekki snúið heim og staðan er núna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít