Mikið var að gera hjá lögreglu í gærkvöldi og nótt samkvæmt dagbók lögreglu og málin að margvíslegum toga eins og gengur. Alvarlega tilkynningin sem barst var um þrjá aðila sem voru vopnaðir hnífum í slagsmálum í miðbænum. Mennirnir höfðu sig hins vegar á brott áður en lögreglu bar að garði og fundust ekki. Síðar um nóttina var aðili vopnaður hníf handtekinn í annarlegu ástandi en ekkert bendir til þess að málin tengist.
Þá var kveikt í rusli við höfnina á Kópavogshöfn, slökkvilið slökkti eldinn en einhverjar skemmdir urðu á landgangi sem lá út á flotbryggju.
Lögreglan stöðvaði tvö innbrot í hverfum 105 og 109 og á báðum stöðum voru tveir einstaklingar teknir höndum.
Þá voru eigendur þriggja skemmtistaða kærðir vegna þess að dyraverðir voru ekki með réttindi eða of fáir dyraverðir á staðnum.
Flest atvik tengdust þó ölvun eða vímuefnanotkun og því miður voru nokkrir slíkir aðilar stöðvaðir undir stýri.