fbpx
Laugardagur 16.nóvember 2024
Fréttir

Þrír menn í hnífabardaga í miðbænum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 15. janúar 2023 09:18

mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið var að gera hjá lögreglu í gærkvöldi og nótt samkvæmt dagbók lögreglu og málin að margvíslegum toga eins og gengur. Alvarlega tilkynningin sem barst var um þrjá aðila sem voru vopnaðir hnífum í slagsmálum í miðbænum. Mennirnir höfðu sig hins vegar á brott áður en lögreglu bar að garði og fundust ekki. Síðar um nóttina var aðili vopnaður hníf handtekinn í annarlegu ástandi en ekkert bendir til þess að málin tengist.

Þá var kveikt í rusli við höfnina á Kópavogshöfn, slökkvilið slökkti eldinn en einhverjar skemmdir urðu á landgangi sem lá út á flotbryggju.

Lögreglan stöðvaði tvö innbrot í hverfum 105 og 109 og á báðum stöðum voru tveir einstaklingar teknir höndum.

Þá voru eigendur þriggja skemmtistaða kærðir vegna þess að dyraverðir voru ekki með réttindi eða of fáir dyraverðir á staðnum.

Flest atvik tengdust þó ölvun eða vímuefnanotkun og því miður voru nokkrir slíkir aðilar stöðvaðir undir stýri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Í gær

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin