fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Pútín víkur „Dómsdagshershöfðingjanum“ frá og setur „prúðan og fræðilegan“ hershöfðingja yfir innrásarherinn

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. janúar 2023 05:50

Valeri Gerasimov

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín hefur sett Sergey Surovikin, hershöfðinga, af sem yfirmann innrásarhersins í Úkraínu. Aðeins eru þrír mánuðir síðan hann tók við stjórninni. Valery Gerasimov, yfirmaður herráðsins, tekur við stjórn innrásarhersins.

TASS fréttastofan skýrir frá þessu og segir að Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, hafi ákveðið að flytja ábyrgðina á stjórn innrásarliðsins upp á við innan hersins vegna þarfar á að „koma á þéttara samstarfi á milli hinna ýmsu deilda hersins“.

TASS segir að Surovikin muni fá nýtt hlutverk sem einn af næstráðendum Gerasimov. Surovikin hefur fengið viðurnefnið „Dómsdagshershöfðinginn“ en hann stóð fyrir grimmdarlegum sprengjuárásum á almenna borgara í borginni Aleppo í Sýrlandi. Hann notaði sömu aðferðir í Úkraínu en þar hafa Rússar gert harðar árásir á innviði landsins, til dæmis orkukerfið.

Sergey Surovikin

 

 

 

 

 

 

Flemming Splidsboel, sérfræðingur í rússneskum málefnum há Dansk Institut for International Studier, sagði í samtali við TV2 að nú sé búið að setja ábyrgðina á herðar æðstu manna. „Ég held að þetta sé viðurkenning á að eitthvað sé að. Merki um að nú vilji æðstu leiðtogar ljúka þessu,“ sagði hann.

Hann sagðist ekki eiga von á að Rússar hætti árásum á innviði í Úkraínu þótt Surovikin sé nú ekki lengur við stjórnvölinn.

Gerasimov er öðruvísi manngerð en Surovikin. Hann hefur ekki verið vinsæll meðal hörðustu stuðningsmanna stríðsins í Úkraínu. „Hann er talinn of prúður og fræðilegur. Hann er týpan sem skrifar góðar greinar um hernað í fagtímarit en sem æðsti yfirmaður hefur hann marga möguleika. Ég held að eitthvað mikið muni gerast,“ sagði Splidsboel.

Hann sagði að nú fái Gerasimov tækifæri. Það verði mikið álag á honum að vera yfirmaður alls rússneska heraflans og um leið æðsti stjórnandi hernaðarins í Úkraínu. Ef honum mistekst muni hann einnig verða látinn fjúka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum

Lögreglan uggandi yfir óhugnanlegum tálbeituaðgerðum hóps íslenskra ungmenna – Ganga hrottalega í skrokk á meintum barnaníðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg

Öfgar heyra sögunni til – Erfiðleikar, gleði, sigrar og stundum sorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít