fbpx
Miðvikudagur 05.mars 2025
Fréttir

Veltu bifreið í Laugardalshverfi – Eftirlýstur maður fannst

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 05:17

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir menn voru handteknir í Laugardalshverfi skömmu fyrir klukkan tvö í nótt. Þeir eru grunaðir um að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna en þeir veltu bifreið. Engin slys urðu á fólki.

Í Breiðholti var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir um klukkan eitt í nótt. Lögreglan fann viðkomandi og reyndist hann vera eftirlýstur fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu og verður færður fyrir dómara í dag.

Um klukkan hálf átta í gærkvöldi voru tveir handteknir í Hlíðahverfi vegna líkamsárásar og fíkniefnamisferlis. Báðir voru þeir vistaðir í fangageymslu og verða yfirheyrðir í dag.

Einn var handtekinn klukkan 17 grunaður um fíkniefnamisferli og peningaþvætti. Hann var látinn laus að skýrslutöku lokinni.

Einn ökumaður var handtekinn grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Jón Viðar varpar áhugaverðu ljósi á sjógang síðustu daga – „Fullkomlega óskiljanlegt“

Jón Viðar varpar áhugaverðu ljósi á sjógang síðustu daga – „Fullkomlega óskiljanlegt“
Fréttir
Í gær

Húnabyggð gætti ekki jafnræðis – Ákvörðun felld úr gildi í annað sinn á innan við ári

Húnabyggð gætti ekki jafnræðis – Ákvörðun felld úr gildi í annað sinn á innan við ári
Fréttir
Í gær

Stefán Einar öðlaðist mikla lífsreynslu í næturvinnu með háskólanámi – „Það er eitt sem augljóslega vandist aldrei“

Stefán Einar öðlaðist mikla lífsreynslu í næturvinnu með háskólanámi – „Það er eitt sem augljóslega vandist aldrei“
Fréttir
Í gær

Ber saman listaverkið sem Davíð sló eign sinni á og Banksy-verkið sem Jón Gnarr var skammaður fyrir

Ber saman listaverkið sem Davíð sló eign sinni á og Banksy-verkið sem Jón Gnarr var skammaður fyrir