fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

„Umtalsvert mengunarslys“ hjá Costco olli ólyktinni dularfullu í Hafnarfirði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fnykur sem barst frá holræsakerfum í vesturbæ Hafnarfjarðar um jólin má rekja til bilunar í hreinsibúnaði hjá verslunarrisanum Costco í Kauptúni. Frá þessu greinir RÚV.

Íbúar í Hafnarfirði fóru að kvarta undan ólykt um miðjan desember og var í fyrstu talið að um eitthvað smáræði væri að ræða. Sú var þó ekki raunin og vaknaði fljótlega grunur um að mengunin kæmi frá holræsakerfi Garðabæjar sem er að hluta tengt inn á holræsakerfi Hafnarfjarðar.

Var minnisblað umhverfis- og veitustjóra um málið lagt fram á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs bæjarins í morgun. Ástæða lyktarinnar, eða ólyktarinnar, var bilun í hreinsibúnaði Costco-afgreiðslustöðvarinnar í Kauptúni. Eftir að haft var samband við verslunarrisann var strax farið að vinna að lagfæringu.

Í minnisblaðinu segir að Costco hafi verið krafið skýringa um það hvers vegna svo mikil olía hafi lekið úr olíutönkum og hvers vegna það hafi ekki komið fram við reglubundið eftirlit. Harmaði umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðar í bókun sinni að Costco hafi ekki brugðist við þegar viðvörunarbúnaður bilaði og hafi útkoman verið „umtalsvert mengunarslys“. Fólk ráðið jafnframt umhverfis- og veitustjóra að rukka Garðabæ um kostnaðinn við aðgerðirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“