Sky News segir að bandaríska varnarmálaráðuneytið hafi staðfest að hermennirnir muni verða fluttir til Fort Sill í Oklahoma þar sem þeir munu hljóta þjálfun í notkun Patriot-kerfisins.
Kerfið getur brugðist við árásum með flugvélum, stýriflaugum og skammdrægum eldflaugum.
Sky News segir að Volodymyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hafi tekið óvenjulega ákvörðun með því að taka hermenn af vígvellinum til að fara í þjálfun í Bandaríkjunum. Þó hafi úkraínskir hermenn verið sendir í stutta þjálfun í bandarískum herstöðvum í Evrópu þegar þeim var kennt að stýra flóknum vopnum, þar á meðal HIMARS.