fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Fréttir

Ræstingafyrirtæki dró hótel á Hellu fyrir dóm – Ásakanir á víxl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nostra ræstingar ehf. kröfðu Stracta Hótel á Hellu (Stracta Hellu ehf) um 15 milljónir króna vegna ógreiddrar þjónustu fyrir ræstingar, í máli sem fór fyrir Héraðsdóm Reykjaness. Dómur var kveðinn upp í málinu í dag, þann 11. janúar.

Stefnt var vegna þriggja ógreiddra reikninga frá hausti 2021 og fram í janúar 2022. Hæsti reikningurinn var upp á tæpar níu milljónir.

Fulltrúum ræstingafyrirtækisins og hótelsins bar engan veginn saman um málsatvik og hafði hótelið uppi ásakanir á hendur ræstingaþjónustunni. Stracta Hellu sakaði starfsfólk ræstingaþjónustunnar um að hafa eyðilagt gardínur á hótelinu með því að þvo þær við of mikinn hita þannig að þær styttust um 10 cm.

Ennfremur vísaði Stracta til þess að hótelið hefði keypt lín og handklæði frá Nostra fyrir rúmar fimm milljónir króna, greitt fyrir vörurnar en aldrei fengið þær afhentar.

Stracta benti enn fremur á að Nostra hefði ekki lagt fram nein gögn um meintan þjónustusamning milli aðilanna, ennfremur væru kostnaðarliðir í ógreiddu reikningunum sem stæðust ekki.

Það var þó niðurstaða Héraðsdóms að Stracta Hella ætti að greiða Nostra 2.153.650 krónur auk dráttarvaxta, sem og 700 þúsund krónur  í málskostnað.

 

Dóminn má lesa hér

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð

Konan sem segist vera Madeleine McCann handtekin – Fór að heimili foreldranna og sendi sífelld skilaboð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum

Spyr hvort Íslendingar séu þröngsýnni en fyrir 30 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér

Íslenska liðið tilnefnt sem lið ársins – Þú getur kosið hér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“