fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Fyrrum hvítrússneskur ráðherra segir að Vesturlönd megi ekki vanmeta Lukashenko

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 08:00

Aleksandr Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvíta-Rússland hefur ekki blandað sér beint í stríðið í Úkraínu en stjórnarandstaðan í landinu óttast að fljótlega verði gripið til herkvaðningar og að Aleksandr Lukashenko, forseti, hyggist blanda sér í stríðið.

Pavel Latusjka, fyrrum menningarmálaráðherra Hvíta-Rússlands, varar Vesturlönd við því að vanmeta Lukashenko. Í samtali við RND sagði hann að Hvíta-Rússland geti gengið til liðs við Rússa í stríðinu gegn Úkraínu og að hann geti á hverri stundu boðað til herkvaðningar.

Latusjka er í dag félagi í hvítrússnesku stjórnarandstöðunni og er í útlegð í Varsjá í Póllandi.

Hann sagði að heimildarmenn hans í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, hafi sagt sér að búið sé að biðja næstum allt starfsfólk innanríkisráðuneytisins um að skila vegabréfum sínum og að það sama eigi við í hinum ýmsu bæjum og borgum landsins.

„Þetta þýðir að þetta fólk mun ekki lengur geta komist úr landi ef gripið verður til herkvaðningar,“ sagði Latusjka.

Hvítrússar hafa ekki blandað sér beint í átökin fram að þessu en hafa leyft Rússum að fara um land sitt til árása og hafa að undanförnu eflt hernaðarsamstarf sitt við Rússa. Lukashenko er mjög háður Vladímír Pútín, bæði efnahagslega og pólitískt. Spurningin er hvort hann geti staðið gegn þrýstingi ef Pútín krefst þess að Hvítrússar blandi sér í stríðið.

Latusjka sagði að það væru mistök af hálfu Vesturlanda að hafa ekki gripið til nýrra refsiaðgerða gegn Hvíta-Rússlandi síðasta hálfa árið en þau settu ákveðnar refsiaðgerðir á Hvítrússa í upphafi stríðsins. Latusjka sagði að á þessum tíma hafi Hvítrússar fengið mikla fjármuni frá Rússlandi til að halda efnahagslífi sínu gangandi og til að bæta búnað hers síns og vopnaframleiðslu. Latusjka sagði að með þessu hafi Lukashenko keypt sér tíma til að undirbúa næsta stig stríðsins, það er þátttöku Hvítrússa í því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir

Penninn fær leyfi til að reka matvöruverslanir
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“
Fréttir
Í gær

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Í gær

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum

Fólk að gefast upp á lífrænu flokkunarpokunum – Mölflugur á sveimi og allt á floti í eldhússkápum
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti