Maður var handtekinn í Miðborginni á sjöunda tímanum í gærkvöldi grunaður um hótanir. Hann var vistaður í fangageymslu.
Á tólfta tímanum var maður handtekinn í Hlíðahverfi grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu. Þolandinn hlaut minniháttar áverka.
Lögreglan aðstoðaði leigubifreiðastjóra í Háaleitis- og Bústaðahverfi á öðrum tímanum í nótt vegna fjársvika.
Þrír ökumenn voru handteknir í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum.