fbpx
Föstudagur 11.apríl 2025
Fréttir

Danski handboltasérfræðingurinn telur að Íslendingar komist ekki í undanúrslit á HM

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 11:30

Rasmus Boysen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danski handboltasérfræðingurinn Rasmus Boysen telur að íslenska landsliðið muni ekki komast í undanúrslit á Heimsmeistaramótinu í handbolta sem hefst í dag.  Þetta kemur fram á Twitter-síðu Boysen þar sem hann birtir spá sína fyrir mótið.

Fullyrða má að væntingar Íslendinga fyrir lokamót í handbolta hafi aldrei verið meiri og eru margir á því að Ísland eigi góða möguleika á að fara hreinlega alla leið í mótinu. Ástæðan fyrir bjartsýninni er ekki síst sú að sókn íslenska liðsins er óárennileg í meira lagi með þá Ómar Inga Magnússon, Gísla Þorgeir Kristjánsson og Aron Pálmason í broddi fylkingar.

Boysen telur einmitt að Ómar Ingi verði markakóngur mótsins en er á því að það dugi þó ekki til og að Ísland hafni í 6. sæti mótsins og tryggi sér þar með þátttökurétt á næsta Ólympíumóti.

Boysen var öflugur handboltamaður sjálfur og var meðal annars unglingalandsliðsmaður Danmerkur. Hann lagði þó skónna snemma á hilluna og hefur síðan vakið athygli á samfélagsmiðlunum Twitter og Instagram fyrir umfjöllun sína um handbolta.

Danski sérfræðingurinn telur að Svíar hampi gullinu og vinni Dani í úrslitleik. Þá telur hann að Frakkar hampi bronsverðlaunum eftir sigur gegn Spánverjum. Boysen er á því að Serbar verði spútniklið mótsins og lendi í fimmta sæti mótsins.

Hér má sjá lokaspá Boysen fyrir mótið

Þá fer Boysen einnig yfir þá leikmenn sem vert er að fylgjast með frá hverju landi í mótinu. Frá Íslandi bendir hann á markvörðinn efnilega Viktor Gísla Hallgrímsson og segir að í fjölmörg ár hafi Íslendingum sárlega vantað heimsklassa markvörð. Það sé mögulega að breytast enda er Framarinn ungi á barmi þess að brjótast í allra fremstu röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Frændhygli hjá Trump og hans fólki – Bróðir varnarmálaráðherrans gerður að aðalráðgjafa hjá ráðuneytinu

Frændhygli hjá Trump og hans fólki – Bróðir varnarmálaráðherrans gerður að aðalráðgjafa hjá ráðuneytinu
Fréttir
Í gær

Kristrún segir hótanir Trump í garð Grænlands alvarlegar fyrir Ísland

Kristrún segir hótanir Trump í garð Grænlands alvarlegar fyrir Ísland