fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Rússneskir hermenn verða að klofa yfir lík félaga sinna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 08:00

Úkraínskir hermenn taka hergögn af föllnum rússneskum hermanni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú geisa mjög harðir bardagar um bæinn Soledar, sem er lítill bær nærri Bakhmut í Donets. Úkraínskar hersveitir verjast þar hörðum árásum Wagnerhópsins, sem er málaliðahópur sem starfar fyrir rússnesk yfirvöld.

Þetta segja úkraínskir embættismenn.

Soledar er um átta kílómetra norðaustan við Bakhmut sem Rússar hafa reynt að ná á sitt vald mánuðum saman. Það hefur þeim ekki tekist en mikið mannfall hefur orðið í þeirra röðum sem og hjá Úkraínumönnum. Bardagarnir þar eru hreinn skotgrafahernaður.

Snemma í gær tókst Úkraínumönnum að hrinda árás Wagnerliða við Soledar. Hanna Maljar, varavarnarmálaráðherra, skýrði frá þessu á Telegram. Hún sagði að þrátt fyrir mikið mannfall hafi Wagnerliðar fljótlega hafið nýja sókn.

„Óvinirnir verða bókstaflega að klofa yfir lík fallinna félaga sinna. Þeir nota stórskotalið, flugskeyti og sprengjuvörpur,“ skrifaði hún.

Yevgeni Prighozhin, sem er oft nefndur „Kokkur Pútíns“  hefur mánuðum saman reynt að ná Bakhmut á sitt vald og nú er röðin greinilega komin að Soledar. Hann varpaði ljósi á það um helgina af hverju hann hefur svona mikinn áhuga á að ná Bakhmut á vald Rússa.

„Kokkur Pútíns“ varpar ljósi á af hverju hann vill ná Bakhmut

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“