Tilkynnt var um rán í verslun í Miðborginni. Var einn handtekinn á vettvangi og í framhaldi vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Fimm ökumenn voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða lyfja. Þrír þeirra reyndust vera sviptir ökuréttindum. Einn er grunaður um vörslu fíkniefna.
Einn var handtekinn á veitingastað á Miðborgarsvæðinu en hann hafði truflað starfsemi veitingastaðarins. Hann var vistaður í fangageymslu en hann var óviðræðuhæfur sökum ölvunar.
Í Hafnarfirði var ekið á kerrugeymslu utan við verslun. Lítið tjón hlaust af og engin slys urðu á fólki.