fbpx
Þriðjudagur 04.mars 2025
Fréttir

Rússar segjast hafa fellt 600 úkraínska hermenn í flugskeytaárás – Fréttamenn á staðnum hafa aðra sögu að segja

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 06:47

Þessa byggingu sögðust Rússar hafa hæft og banað mörg hundruð úkraínskum hermönnum. Skjáskot/Twitter/Antti Kuronen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins skýrði frá því í gær að rúmlega 600 úkraínskir hermenn hefðu fallið í flugskeytaárás á tvær bækistöðvar úkraínska hersins í bænum Kramatorsk aðfaranótt sunnudags.

Sagði talsmaðurinn að úkraínsku hermennirnir hefðu verið sofandi í svefnsölum herstöðvanna. Hann sagði að árásin hefði verið hefnd fyrir árás Úkraínumanna á rússneska bækistöð á gamlárskvöld en þá féllu um 400 rússneskir hermenn og um 300 særðust að sögn úkraínsku herstjórnarinnar.

Úkraínska herstjórnin hefur vísað þessum fullyrðingum Rússa á bug og sagði talsmaður herstjórnarinnar að þessar fullyrðingar Rússa séu álíka sannar og fullyrðingar þeirra um að þeir hafi eyðilagt öll HIMARS-flugskeytakerfin sem Úkraínumenn hafa fengið frá bandamönnum sínum á Vesturlöndum.

TV2 segir að Pavlo Kyrylenko, úkraínskur leiðtogi héraðsstjórnarinnar í Donetsk, hafi sagt að Rússar hafi gert sjö flugskeytaárásir á Kramatorsk og hafi eyðilagt skóla, iðnaðarhúsnæði og geymslu. Enginn hafi fallið í þessum árásum.

Fréttamenn frá Reuters voru í Kramatorsk í gær og fóru að þeim tveimur byggingum sem Rússar sögðust hafa eyðilagt í flugskeytaárásum sínum með þeim afleiðingum að 600 hermenn hafi fallið. En fréttamennirnir sáu engin merki þess að árásir hafi verið gerðar á byggingarnar, þær virtust óskemmdar og ekki var nein lík að sjá né blóð. Ekkert á vettvangi benti heldur til að hermenn hefðu nýlega verið í svefnsölum bygginganna.

Nokkrar rúður í annarri byggingunni voru brotnar en hin var alveg ósködduð. Um 50 metra frá henni var gígur sem benti til að flugskeyti hefði lent þar, nærri nokkrum geymslum.

Finnski fréttamaðurinn Antti Kuronen, sem starfar hjá Yle sjónvarpsstöðinni, var einnig á vettvangi í gær. Hann sá heldur engin merki þess að mörg hundruð úkraínskir hermenn hefðu fallið í árás Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út

Sérfræðingur segir að svona líti áætlun Pútíns út
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“

Prófessor segir komið að „endalokum Vesturlanda og jaðarsetningu Evrópu“
Fréttir
Í gær

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma

Guðrún skjálfandi eftir sigurinn nauma
Fréttir
Í gær

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga

Anna Kristín, formaður SÍA: Ekkert íslenskt auglýsingakerfi á Tik-tok – samt góð leið til að koma skilaboðum til Íslendinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf

Alcoa varar Trump við þveröfugum áhrifum verndartolla – Gætu kostað 100 þúsund amerísk störf
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa

Forstjóri Byggðastofnunar svarar því hvar fólki finnst best að búa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“

Nanna segir notkun gervigreindarmynda í þáttaröð RÚV viðhalda ranghugmyndum – „Löngu hætt að hafa nokkur afskipti af þáttunum þegar þetta bull kom til“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“

Kyrrðar- og bænastund í Víkurkirkju – „Samfélagið er í djúpri sorg“