fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

„Kokkur Pútíns“ varpar ljósi á af hverju hann vill ná Bakhmut

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. janúar 2023 08:00

Úkraínskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í rúmlega fimm mánuði hafa Rússar reynt að ná bænum Bakhmut á sitt vald. Úkraínumenn hafa varist af krafti og hefur orustunni um borgina oft verið líkt við orustur fyrri heimsstyrjaldarinnar því um skotgrafahernað er að ræða með gríðarlegu mannfalli. Hefur stundum verið talað um að rússneskir hermenn séu sendir í hakkavélina í Bakhmut.

Málaliðar úr Wagnerhópnum hafa verið áberandi í orustunni um Bakhmut en rússneski olígarkinn Yevgeni Prigozhin, einnig þekktur sem „Kokkur Pútíns“ stýrir hópnum en hann er eigandi Wagnerhópsins.

Nú hefur hann lyft hulunni, að minnsta kosti að hluta, af því af hverju hann vill ná Bakhmut á vald Rússa.

Ástæðan er meðal annars að á svæðinu eru „neðanjarðar bæir“. Reuters skýrir frá þessu.

En það er ekki það eina sem hann og Rússar sækjast eftir ef marka má það sem hann skrifaði á Telegram. „Punkturinn yfir i‘ið eru námur í Soledar og Bakhmut sem eru í raun net neðanjarðarbæja. Þar ekki aðeins pláss fyrir fjölda fólks á 80-100 metra dýpi, heldur geta skriðdrekar og önnur hernaðarökutæki ekið þar um,“ skrifaði hann að sögn Reuters.

Vestrænir sérfræðingar hafa furðað sig á endalausum tilraunum Rússa til að ná bænum sem hefur í raun litla hernaðarlega þýðingu. Þeir hafa orðið fyrir miklu mannfalli í orustunni um bæinn sem er að mestu rústir einar eftir bardagana.

Ef Rússar ná bænum á sitt vald mun það væntanlega auka völd og áhrif Prigozhin enn meira því Wagnerhópur hans leikur stórt hlutverk í hernaði Rússa í Úkraínu.

En það eru ekki aðeins „neðanjarðarbæirnir“ við Bakhmut sem Prigozhin horfir til.

Frá því í fyrri heimsstyrjöldinni hafa námur og göng, sem eru um 150 km á lengd, verið notuð til að geyma mikið magn af vopnum.

Prigozhin segir einnig að ef Rússum tekst að ná Bakhmut á sitt vald fái þeir „mikilvæga birgðastöð“ þar sem sé hægt að koma upp góðum vörnum.

The Guardian segir að Prigozhin vilji gjarnan komast yfir salt- og gipsnámur nærri Bakhmut og hefur þetta eftir bandarískum embættismanni. Sagði embættismaðurinn að vísbendingar væru um að það væru viðskiptahagsmunir sem reka Rússa áfram í tilraunum þeirra við að ná Bakhmut.

Bandarísk yfirvöld hafa áður sakað málaliða úr Wagnerhópnum um að hafa sölsað undir sig náttúruauðlindum í Malí, Súdan og fleiri ríkjum þar sem þeir hafa verið við störf á vegum rússneskra  yfirvalda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Í gær

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Í gær

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur